Skoðun

RÚV og blekkingar

Birgir Guðjónsson skrifar

RÚV hefur lengi viljað telja sig vera áreiðanlegan, upplýsandi og hlutlausan fréttamiðil. Það verður varla talið eftir Spegilinn 31. mars.

Fyrirvaralaust heimsóknarbann ættingja á hjúkrunarheimili sem skall á 6. mars án nokkurra annarra ráðstafanna hefur verið umdeilt. Nú vilja hvorki sóttvarnarlæknir né hjúkrunarheimili bera ábyrgð á því og vísar hvor á annan. Gerðar voru strax athugasemdir og bent á að smit gæti borist með öðrum t.d. starfsfólki. Þetta var virt að vettugi.

Í Speglinum 31. mars var langt viðtal við aldraða konu og dóttur hennar og þessi „varnarveggur“ lofaður sem mikið öryggi. Fréttamaður RÚV hlaut að vita að „varnarveggurinn“ var löngu fallinn. Féll fyrst á viðkomandi hjúkrunarheimil þegar starfsmaður reyndist smitaður og einangra þurfti deild. Viðmælendur fengu að vera áfram í sínu falska öryggi án athugasemda fréttamanns.

Síðan hefur varnarveggurinn einnig fallið á Rjóðrinu á LSH.

Þó mest áberandi á Landakoti þar sem nokkrir starfsmenn og sjúklingar hafa sýkst. Ættingjar komu þar hvergi nærri. Nú á smitrakning að vera erfið og ekki keppikefli að finna sökudólg.

Takmarkanir á heimsóknum eru sjálfsagðar en hversu lengi eiga sjúklingar og ættingjar að búa við þessa fölsku „varnarveggi“?Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.