Ástæða þess að stefnumótun er það besta í krísu Stefán Sigurðsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Dagarnir undanfarið og óvissan sem þeim hefur fylgt minna mig á bankahrunið haustið 2008. Ég tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka nánast daginn eftir að bankarnir féllu. Þetta var stærsta stjórnendaábyrgð ferilsins, en ég fékk hinsvegar lítinn tíma til að gleðjast yfir titlinum þar sem allt var í óreiðu og rugli og fullkomin óvissa um framhaldið. Hlutirnir voru svo slæmir að það þótti góður brandari á gólfinu að ég hefði þegið starfið. Sem teymi vorum við í eignastýringunni hinsvegar ákveðin í að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Minn tími fór aðallega í að hlaupa á milli fundaherbergja til að slökkva elda: peningar týndir í útlöndum, óvissa um eignaverð, lokaðir sjóðir, flókin álitaefni tengd uppgjörum, málsóknir og viðskiptavinir brjálaðir og kröfðust svara. Fyrir starfsmenn var auðvelt að detta í að verða hálf dofnir og dagarnir fóru í að bregðast við miklu neikvæðu áreiti milli þess sem hægt var að endurhlaða nýjum neikvæðum fréttum á vefmiðlum. Við vorum föst í martröð, ekkert ljós við endann á göngunum enda óvissan algjör. Ég var enn eftir einhverjar vikur upp fyrir haus við að ná tökum á aðstæðunum, en mjög fljótlega fór Birna bankastjóri samt að ræða að nú yrði ég að fara í stefnumótun! Mín viðbrögð voru ákveðin, maður færi ekki í stefnumótun í miðju brunaútkalli! Viðbrögð Birnu voru enn harðari á móti, hún skipaði mér einfaldlega að finna tíma. Ég fann að ég kæmist ekki upp með neinn moðreyk og tók frá tíma fyrir stefnuvinnu með starfsmönnum þrátt fyrir að allt væri á öðrum endanum. Eftir á að hyggja var þetta algjör vendipunktur fyrir okkur í baráttunni við krísuna. Stefnumótunin bjó til ferli fyrir okkur til að koma saman, ræða og skilja stöðuna, skapa sameiginlega sýn á framhaldið og setja okkur stefnumið til framtíðar miðað við nýjar aðstæður. Í kjölfarið kviknaði ljós við enda ganganna og fólk sameinaði kraftana til að komast þangað. Ferlið leysti úr læðingi jákvæða orku, samkennd jókst og trú á verkefninu sem varð eftir á að hyggja grunnurinn að jákvæðri endurreisn. Að fenginni þessari reynslu get ég fullyrt að stefnumótun getur verið eitt af því besta sem teymi gera við þær aðstæður óvissu sem við lifum nú. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun