Eldri borgarar

Fréttamynd

Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar

Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar bjart­sýnir fyrir örvunar­bólu­setningu

Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni.

Innlent
Fréttamynd

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð

Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Innlent
Fréttamynd

Hreppa­flutningar 21. aldarinnar

Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna.

Skoðun
Fréttamynd

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni

Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“.

Innlent
Fréttamynd

Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi

Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er ekkert hrædd við þetta“

„Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn

Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra

Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru.Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir íbúar á Hlíf smitaðir

Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“

Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Innlent
Fréttamynd

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Innlent
Fréttamynd

Tillaga að skattleysi eldri borgara

Á undanförnum áratugum, í reynd síðustu eina til tvær aldirnar, hefur farið fram margvísleg réttindabarátta, þar sem hinir ýmsu hópar þjóðfélagsins, sem minna hafa mátt sín, hafa reynt að sækja aukinn rétt, til valda og fjármuna, jafna rétt sinn við þá, sem sátu að meiri rétti fyrir; höfðu forréttindi.

Skoðun
Fréttamynd

Biðlistastjórnin

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Fötlunar­skattur á Hrafnistu

Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir.

Skoðun
Fréttamynd

Öflug og fjöl­breytt þjónusta við aldraða

Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­væðing ó­heilla­spor

Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu

Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hvenær er ég gömul?

Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp.

Skoðun