Allt annað líf fyrir eldra fólk Sigurður Gunnsteinsson skrifar 18. október 2023 14:31 Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun