Eiga eldri borgarar að vera hornrekur? Drífa Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2023 11:31 Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun