Eiga eldri borgarar að vera hornrekur? Drífa Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2023 11:31 Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Almenna markmið LEB er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðinum eru margar og orðræðan oft villandi. Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör, sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í, hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum. En hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerfið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum. Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar. Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunarteknar til þeirra sem hefur allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks. Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara. Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara. En lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana. Brosnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins. En flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú, að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga. En það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það. Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofna og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur. Höfundur er varaformaður Landssambands eldri borgara.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun