Innlent

Fréttamynd

Reglur um ökuréttindi hertar

Reglur um ökuréttindi verða hertar enn frekar. Ökuskírteini afhent 19 ára unglingi gildir þar til hann verður sjötugur, þótt ekki sé sjálfgefið að hann sé fullkomlega ökuhæfur allan þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Slys í Skorradal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöld til að sækja slasaðan mann í Skorradal. Maðurinn hafði orðið undir gröfu sem féll af kerru þegar verið var að flytja gröfuna niður af kerrunni.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir grunaðir um ölvun

Fimm voru teknir grunaðir um ölvun við akstur á Selfossi og við sumarhúsabyggðir í umdæmi lögreglunnar þar. Lögrelgan í Borgarnesi stöðvaði mann á 128 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um miðnætti og reyndist sá vera töluvert ölvaður. Honum var komið til síns heima eftir skýrslutöku hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með hass í Keflavík

Tvítugur piltur var hantekinn í nótt af lögreglunni í Keflavík vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fundust tveir hassmolar, samtals um tvö  grömm. Pilturinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í lífshættu

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu í gær við Hvalvatnsfjörð fékk töluverða andlitsáverka og skrámur en er ekki í talinn í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður Burðaráss

Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

R-listinn hangir á bláþræði

Ekkert bendir til annars en að dagar Reykjavíkurlistans séu senn taldir ef marka má viðbrögð forystumanna flokkanna þriggja sem listann skipa við ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður um framboðsmál flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ókeypis skoðun á aftanívögnum

VÍS og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum og hestakerrum til að fólk geti gengið úr skugga um að tengi- og öryggisbúnaður þeirra sé í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Vatnavextir í Jöklu

Brúnni yfir Jöklu var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta í nokkra klukkutíma af öryggisástæðum. Búist við að hún fari undir vatn næstu daga. Að sögn verkefnisstjóra Landsvirkjunar á Kárahnjúkum hafa menn ekki miklar áhyggjur af vextinum því eins og kom í ljós í fyrrasumar þoldi hún straumþunga árinnar eftir að hafa farið undir vatn.

Innlent
Fréttamynd

Frönskum dögum lýkur í dag

Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði lýkur í dag en lögregla telur að um þrjú til fjögur hundruð manns hafi lagt leið sína í bæinn til að fagna með heimamönnum. Hátíðin hefur gengið stórslysalaust fyrir utan nokkur minni háttar viðvik sem lögregla rekur til ölvunar en hún hefur verið töluvert mikil og var talsverður erill hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sjö Íslendingar á svæðinu

Sjö Íslendingar, tvær fjölskykldur, eru staddir á svæðinu þar sem sprengjuárásirnar í Egyptalandi urðu á aðfararnótt laugardags. Engan sakaði en hópurinn varð verulega óttasleginn.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt leiðakerfi tekið í notkun

Borgarstjóri og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur klipptu í gær á borða til merkis um að nýtt leiðakerfi Strætó hefði tekið gildi.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnubílstjórar stöðva umferð

Atvinnubílstjórar ætla að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar rétt fyrir verslunarmannahelgina. Lokunin verður annað hvort á fimmtudag eða föstudag en upplýsingar um nákvæmari tímasetningu ætlar hópur atvinnubílsjóra sem standa fyrir lokuninni ekki að gefa út að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt leiðakerfi Strætó

Nýtt leiðakerfi Stætós bs. var tekið í notkun á Hlemmi í dag með pompi og prakt. Skiptar skoðanir eru um hvort breytingarnar hafi í för með sér að stætisvagnaferðir verði betri kostur en áður.

Innlent
Fréttamynd

Strætó býður til opnunar

Strætó bs. býður íbúum höfðuborgarsvæðisins að vera við formlega opnun á nýju leiðarkerfi á Hlemmi klukkan eitt í dag. Þar verða stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Strætós bs. sem munu kynna nýtt kerfi. Þá taka borgarstjóri og bæjarstjórar aðildarsveitarfélaga Strætós kerfið formlega í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir fangar kosta sitt

Kostnaður samfélagsins vegna erlendra fanga í íslenskum fangelsum eykst ár frá ári. Um fimmtán prósent þeirra fanga sem nú sitja inni eru útlendingar.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á 128 km hraða

Ökumaður fólksbifreiðar var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi þar sem hann ók yfir leyfilegum hámarkshraða undir Hafnarfjalli í Borgarfirði skömmu eftir miðnætti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Brenndist á fótum

Ferðamaðurinn sem brenndist þegar hann féll í hver í Reykjadal í gær, er með annars til þriðja stigs bruna að sögn læknis á Landspítalanum. Maðurinn þarf líklega að fara í aðgerð en hann brenndist upp að hnjám og þarf að liggja á spítalanum í nokkra daga.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarátak lögreglu borgar sig

Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

OR kaupir Stykkishólmsveitu

Samningar hafa tekist um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á vatns- og hitaveitu Stykkishólmsbæjar.  Húshitunarkostnaður á veitusvæðinu mun lækka um allt að 35 prósent 1. september, samkvæmt fréttatilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ökumanna án skírteina

Tíu prósent ökumanna, eða 25 af þeim 250 sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði upp úr miðnætti til að kanna ástand ökumanna, reyndust ekki hafa ökuskírteini á sér þótt þeir hefðu próf í gildi. Fimm þúsund króna sekt liggur við slíku. Þá reyndust fjórir vera ölvaðir og aðrir fjórir rétt undir mörkum, þannig að þeir urðu að skilja bíla sína eftir. Einn ökumaður var réttindalaus, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Dýra og plöntulíf í Surtsey

Á vef Náttúrfræðistofnunar er sagt frá árlegum sumarleiðangri líffræðinga stofnunarinnar í Surtsey sem farinn var 18 - 25 júli, þar sem kannað var bæði plöntu- og dýralíf á eynni. Einnig voru sett upp sjálfvirk mælitæki sem skrá munu loft- og jarðvegshita næsta árið.

Innlent
Fréttamynd

Féll 150 metra í skriðum

Fertugur maður slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu um miðjan dag í gær við Hvalvatnsfjörð sem er á nesinu milli Skjálfanda og Eyjafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Lögmæti sölu stofnfjár enn skoðað

Sex komu inn og fimmtán fóru úr hópi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar í gærkvöld. Ný stjórn styrkti stöðu sína en Fjármálaeftirlitið er enn að skoða lögmæti verslunar með stofnfé.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í sögulegu hámarki

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og endaði í tvö þúsund tvö hundruð og fjórtán stigum, sem er hæsta gildi í sögu vísitölunnar. Talsverð viðskipti voru í Kauphöllinni í gær þannig að þessi hækkun verður ekki rakin til þess að gengi í einhverju einu fyrirtæki hafi rokið upp og valdið hækkuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlit ósátt við viðauka

Fjármálaeftirlitið telur að formaður og varaformaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins hafi farið út fyrir umboð sitt þegar þeir gerðu viðauka við ráðningarsamning framkvæmdastjóra sjóðsins. Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við þá ráðstöfun.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlit með athugasemdir

Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhannesar Siggeirssonar fyrrum framkvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. 

Innlent
Fréttamynd

Umsækjendur orðnir 23

Umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra eru nú orðnir 23 en Kjartan "Vídó" Ólafsson, 23 ára verslunarmaður, bættist í hópinn í morgun þegar umsókn hans barst menntamálaráðuneytinu í pósti. Enn er möguleiki á að fleiri umsóknir berist í pósti seinna í dag eða eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif

Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

Innlent