Innlent

Atvinnubílstjórar stöðva umferð

Atvinnubílstjórar ætla að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar rétt fyrir verslunarmannahelgina. Lokunin verður annað hvort á fimmtudag eða föstudag en upplýsingar um nákvæmari tímasetningu ætlar hópur atvinnubílsjóra sem standa fyrir lokuninni ekki að gefa út að svo stöddu. Að sögn Sturlu Jónssonar, eins úr hópnum, ætla þeir að "stafla bílum á gatnamótin" og loka þeim í tvær til fjórar klukkustundir. "Við erum bara að mótmæla þessari skattlagningu sem ríkið er með á okkur," segir Sturla og bætir við að fólk úr hans hópi kaupi olíu fyrir þrjátíu til fimmtíu þúsund krónur á hverjum degi." Ef ekki verður hlustað á okkur erum við að hugsa um að loka Reykjanesbrautinni næst og stöðva allt millilandaflug. Mönnum verður að vera ljóst að þetta er það sem koma skal ef menn halda sig ekki á mottunni við að kúga þjóðina því við látum ekki kúga okkur lengur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×