Innlent Sniglatilkynningar streyma inn "Ég er búinn að fá fullt af sniglatilkynningum," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, spurður um hvort spánarsnigillinn illræmdi hefði látið á sér kræla hér á landi í sumar. Innlent 13.10.2005 19:39 Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39 Tekjur Actavis jukust um 14,4% Heildartekjur Actavis námu 9,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jukust um 14,4 prósent. Það finnst stjórnendum tæpast nóg, en búast við betri afkomu síðari hluta ársins. Robert Wessman, forstjóri Actavis, segir að ársfjórðungurinn hafi verið annasamur hjá félaginu þar sem bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide var keypt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:39 Varað við merkjablysum Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:39 Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Innlent 13.10.2005 19:39 Meðbyr í baráttu samkynhneigðra "Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða. Innlent 13.10.2005 19:39 Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39 Enski boltinn í loftið á föstudag Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá. Innlent 13.10.2005 19:39 Styður Menningarnótt næstu þrjú ár Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans. Innlent 13.10.2005 19:39 R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Innlent 13.10.2005 19:39 Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs? Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi. Innlent 13.10.2005 19:39 Lappað upp á Laugardalslaug Það koma margir argir sundmenn frá Laugardalslauginni þessa dagana. Þeir fá ekki sundsprettinn sinn, því laugin er lokuð til þrettánda ágúst vegna viðhalds. Það á sér þó sínar skýringar að laugin sé lokað á þessum árstíma. Innlent 13.10.2005 19:39 Ekki búið að lofa stækkun Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi. Innlent 13.10.2005 19:39 Stjórn KEA ekki sammála Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum Innlent 13.10.2005 19:39 Landsbankinn styrkir Menningarnótt Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:39 Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Innlent 13.10.2005 19:39 Veitt sé inni á hvalaskoðunarsvæði Hvalaskoðunarskipið Hafsúlan sigldi nýlega fram á hvalshræ nálægt innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdastjóri Hafsúlunnar segir vísindaveiðarnar komnar inn á svæði hvalaskoðunarskipanna gegn loforðum stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 19:39 Umferðarslys í Hallormsstaðskógi Alvarlegt umferðarslys varð á veginum í Hallormsstaðaskógi laust eftir fjögur í dag. Þar rákust saman fólksbíll og stór vörubifreið með aftanívagn. Veginum var lokað í kjölfarið og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf send eftir slösuðum. Lögreglan gat ekki rétt fyrir fimm sagt hversu margir slösuðust í árekstrinum. Innlent 13.10.2005 19:39 Slasaðist illa í útskriftarferð Tæplega tvítugur íslenskur piltur slasaðist illa er hann kastaðist úr leiktæki í tívolíi í spænska bænum Torremolinos í fyrrakvöld. Pilturinn er nemandi í Menntaskólanum við Sund og er í útskriftarferð ásamt um 150 samnemendum sínum. Unnusta hans og vinir voru með honum í tívolíinu og horfðu á eftir honum út úr tækinu. Innlent 13.10.2005 19:39 Hermenn mega ekki sækja Traffic Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. Innlent 13.10.2005 19:39 Mótmælendur komnir til Reykjavíkur Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði eru nú flestir komnir til Reykjavíkur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:39 Langt í löggæslu í Reykhólasveit Sveitarstjóri Reykhólasveitar er ósáttur með löggæslu í sinni sveit og segir engan þéttbýliskjarna á landinu eiga jafn langt að sækja til sinnar lögreglustöðvar. Lögreglustöðin sem er á Patreksfirði er í um 200 kílómetra fjarlægð og er leiðin þangað oft erfið yfirferðar. Innlent 13.10.2005 19:39 Banaslys við Hallormsstaðaskóg Karl og kona um fimmtugt létust og kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið. Innlent 13.10.2005 19:39 Mótmælendur eltir um landið Tíu mótmælendur eru nú staddir við Mývatn að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælendanna. Hann segir tvo lögreglubíla fylgjast með þeim og að aðeins annar þeirra sé merktur. Innlent 13.10.2005 19:39 Mótmælendur dreifa sér um landið Mótmælendur við Kárahnjúka eru að dreifa sér um landið, hugsanlega til þess að losna undan eftirliti lögreglumanna sem elta þá hvert fótmál. Mótmælendurnir vilja ekkert segja um fyrirætlanir sínar og saka lögregluna um ofsóknir. Vararíkislögreglustjóri vísar því á bug. Innlent 13.10.2005 19:39 Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. Innlent 13.10.2005 19:39 Tjónið skiptir milljónum Tryggingarfélagið Sjóvá-almennar vinnur nú að því að meta tjón skútunar Svölu sem skemmdist eftir að hún rak mannlaus og fór svo hálf í kaf þegar hún var dreginn til hafnar í Þorlákshöfn í síðustu viku eftir ævintýralega ferð frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:39 Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 13.10.2005 19:39 Fiskaður úr sjónum við Ægissíðu Lögreglumönnum, köfurum frá slökkviliðinu og björgunarsveitarmönnum tókst seint í gærkvöld að ná manni úr sjónum undan Ægissíðu í Reykjavík, en hann hafði vaðið þar út í og stefndi til hafs. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og óttuðust margir Vesturbæingar að stórslys hefði orðið, en svo var ekki. Innlent 13.10.2005 19:39 Kjarnorkuárása minnst í kvöld 60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. Innlent 13.10.2005 19:39 « ‹ ›
Sniglatilkynningar streyma inn "Ég er búinn að fá fullt af sniglatilkynningum," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, spurður um hvort spánarsnigillinn illræmdi hefði látið á sér kræla hér á landi í sumar. Innlent 13.10.2005 19:39
Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:39
Tekjur Actavis jukust um 14,4% Heildartekjur Actavis námu 9,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og jukust um 14,4 prósent. Það finnst stjórnendum tæpast nóg, en búast við betri afkomu síðari hluta ársins. Robert Wessman, forstjóri Actavis, segir að ársfjórðungurinn hafi verið annasamur hjá félaginu þar sem bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide var keypt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:39
Varað við merkjablysum Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:39
Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Innlent 13.10.2005 19:39
Meðbyr í baráttu samkynhneigðra "Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða. Innlent 13.10.2005 19:39
Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39
Enski boltinn í loftið á föstudag Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá. Innlent 13.10.2005 19:39
Styður Menningarnótt næstu þrjú ár Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans. Innlent 13.10.2005 19:39
R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. Innlent 13.10.2005 19:39
Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs? Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi. Innlent 13.10.2005 19:39
Lappað upp á Laugardalslaug Það koma margir argir sundmenn frá Laugardalslauginni þessa dagana. Þeir fá ekki sundsprettinn sinn, því laugin er lokuð til þrettánda ágúst vegna viðhalds. Það á sér þó sínar skýringar að laugin sé lokað á þessum árstíma. Innlent 13.10.2005 19:39
Ekki búið að lofa stækkun Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi. Innlent 13.10.2005 19:39
Stjórn KEA ekki sammála Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum Innlent 13.10.2005 19:39
Landsbankinn styrkir Menningarnótt Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:39
Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Innlent 13.10.2005 19:39
Veitt sé inni á hvalaskoðunarsvæði Hvalaskoðunarskipið Hafsúlan sigldi nýlega fram á hvalshræ nálægt innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdastjóri Hafsúlunnar segir vísindaveiðarnar komnar inn á svæði hvalaskoðunarskipanna gegn loforðum stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 19:39
Umferðarslys í Hallormsstaðskógi Alvarlegt umferðarslys varð á veginum í Hallormsstaðaskógi laust eftir fjögur í dag. Þar rákust saman fólksbíll og stór vörubifreið með aftanívagn. Veginum var lokað í kjölfarið og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf send eftir slösuðum. Lögreglan gat ekki rétt fyrir fimm sagt hversu margir slösuðust í árekstrinum. Innlent 13.10.2005 19:39
Slasaðist illa í útskriftarferð Tæplega tvítugur íslenskur piltur slasaðist illa er hann kastaðist úr leiktæki í tívolíi í spænska bænum Torremolinos í fyrrakvöld. Pilturinn er nemandi í Menntaskólanum við Sund og er í útskriftarferð ásamt um 150 samnemendum sínum. Unnusta hans og vinir voru með honum í tívolíinu og horfðu á eftir honum út úr tækinu. Innlent 13.10.2005 19:39
Hermenn mega ekki sækja Traffic Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. Innlent 13.10.2005 19:39
Mótmælendur komnir til Reykjavíkur Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði eru nú flestir komnir til Reykjavíkur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:39
Langt í löggæslu í Reykhólasveit Sveitarstjóri Reykhólasveitar er ósáttur með löggæslu í sinni sveit og segir engan þéttbýliskjarna á landinu eiga jafn langt að sækja til sinnar lögreglustöðvar. Lögreglustöðin sem er á Patreksfirði er í um 200 kílómetra fjarlægð og er leiðin þangað oft erfið yfirferðar. Innlent 13.10.2005 19:39
Banaslys við Hallormsstaðaskóg Karl og kona um fimmtugt létust og kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið. Innlent 13.10.2005 19:39
Mótmælendur eltir um landið Tíu mótmælendur eru nú staddir við Mývatn að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælendanna. Hann segir tvo lögreglubíla fylgjast með þeim og að aðeins annar þeirra sé merktur. Innlent 13.10.2005 19:39
Mótmælendur dreifa sér um landið Mótmælendur við Kárahnjúka eru að dreifa sér um landið, hugsanlega til þess að losna undan eftirliti lögreglumanna sem elta þá hvert fótmál. Mótmælendurnir vilja ekkert segja um fyrirætlanir sínar og saka lögregluna um ofsóknir. Vararíkislögreglustjóri vísar því á bug. Innlent 13.10.2005 19:39
Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. Innlent 13.10.2005 19:39
Tjónið skiptir milljónum Tryggingarfélagið Sjóvá-almennar vinnur nú að því að meta tjón skútunar Svölu sem skemmdist eftir að hún rak mannlaus og fór svo hálf í kaf þegar hún var dreginn til hafnar í Þorlákshöfn í síðustu viku eftir ævintýralega ferð frá Færeyjum. Innlent 13.10.2005 19:39
Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Innlent 13.10.2005 19:39
Fiskaður úr sjónum við Ægissíðu Lögreglumönnum, köfurum frá slökkviliðinu og björgunarsveitarmönnum tókst seint í gærkvöld að ná manni úr sjónum undan Ægissíðu í Reykjavík, en hann hafði vaðið þar út í og stefndi til hafs. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og óttuðust margir Vesturbæingar að stórslys hefði orðið, en svo var ekki. Innlent 13.10.2005 19:39
Kjarnorkuárása minnst í kvöld 60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. Innlent 13.10.2005 19:39