Innlent

Hermenn mega ekki sækja Traffic
Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir.
Mótmælendur komnir til Reykjavíkur
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði eru nú flestir komnir til Reykjavíkur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda í Reykjavík.

Langt í löggæslu í Reykhólasveit
Sveitarstjóri Reykhólasveitar er ósáttur með löggæslu í sinni sveit og segir engan þéttbýliskjarna á landinu eiga jafn langt að sækja til sinnar lögreglustöðvar. Lögreglustöðin sem er á Patreksfirði er í um 200 kílómetra fjarlægð og er leiðin þangað oft erfið yfirferðar.

Kjarnorkuárása minnst í kvöld
60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár.
Sveitarfélögum fækkað um helming
Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi.

Hafsíld húkkuð á færi
Síld var húkkuð á færi í Skagafirði á dögunum. Jón Drangeyjarjarl telur síldina ekki hina frægu Norðansíld, til þess sé hún of smá.

15 ára ábyrgur fyrir dónasímtölum
Lögreglan í Kópavogi hefur haft upp á 15 ára pilti sem hefur viðurkennt að hafa hringt í símasjálfsalann í Smáralind síðastliðinn föstudag og verið með dónalegt orðbragð við unga drengi sem svörðuðu í símann. Talið var mögulegt að barnaníðingur gengi laus í kjölfar símtalanna.
Tveir létust í umferðarslysi
Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík.

Banaslys við Hallormsstaðaskóg
Karl og kona um fimmtugt létust og kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið.

Mótmælendur eltir um landið
Tíu mótmælendur eru nú staddir við Mývatn að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælendanna. Hann segir tvo lögreglubíla fylgjast með þeim og að aðeins annar þeirra sé merktur.

Mótmælendur dreifa sér um landið
Mótmælendur við Kárahnjúka eru að dreifa sér um landið, hugsanlega til þess að losna undan eftirliti lögreglumanna sem elta þá hvert fótmál. Mótmælendurnir vilja ekkert segja um fyrirætlanir sínar og saka lögregluna um ofsóknir. Vararíkislögreglustjóri vísar því á bug.
Ánægð með stuðning
Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum.

Tjónið skiptir milljónum
Tryggingarfélagið Sjóvá-almennar vinnur nú að því að meta tjón skútunar Svölu sem skemmdist eftir að hún rak mannlaus og fór svo hálf í kaf þegar hún var dreginn til hafnar í Þorlákshöfn í síðustu viku eftir ævintýralega ferð frá Færeyjum.

Varað við hættulegum merkjablysum
Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Fiskaður úr sjónum við Ægissíðu
Lögreglumönnum, köfurum frá slökkviliðinu og björgunarsveitarmönnum tókst seint í gærkvöld að ná manni úr sjónum undan Ægissíðu í Reykjavík, en hann hafði vaðið þar út í og stefndi til hafs. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og óttuðust margir Vesturbæingar að stórslys hefði orðið, en svo var ekki.

Varað við merkjablysum
Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða.

Öryggissjónarmið ráði banni
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós.

Meðbyr í baráttu samkynhneigðra
"Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða.

Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta
XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b />
Enski boltinn í loftið á föstudag
Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá.
Styður Menningarnótt næstu þrjú ár
Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans.

R-listasamstarf hangir á bláþræði
Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf.

Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs?
Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi.
Maður í sjónum
Umtalsvert lið lögreglu- og björgunarmanna var kallað að Sörlaskjóli í Reykjavík laust fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld eftir að tilkynnt var um mann sem þar stóð í mittishæð í flæðarmálinu.
Mótmælendum veitt eftirför
Mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði var veitt eftirför lögreglu eftir að þeir yfirgáfu Vað í Skriðdal í fyrrakvöld að sögn Birgittu Jónsdóttur talsmanns mótmælenda í Reykjavík.
Sjóstangveiðimenn gætu þurft kvóta
Sjávarútvegsráðuneytið hefur haft í skoðun hvort fyrirtækið Fjord Fishing, sem hyggst bjóða ferðamönnum í sjóstangaveiði út af Vestfjörðum, þurfi kvóta.

Flokkarnir ákveði framtíð R-lista
Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Þráðlaust net í Fljótsdalshérað
Fljótsdalshérað hefur gert samstarfssamning við eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í sveitarfélaginu. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin.

Hættir rekstri einangrunarstöðvar
Ríkið hættir rekstri einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey, þegar ný stöð í Höfnum verður farin að starfa af fullum krafti. Húsnæðið í Hrísey verður líklega selt. </font /></b />
Hrekkur 15 ára pilts í Smáralind
Rannsókn lögreglunnar í Kópavogi leiddi hana á slóð fimmtán ára pilts sem hefur viðurkennt að hafa hringt í unga drengi í símasjálfsala utan við Smáralind síðastliðinn föstudag og viðhaft dónalegt orðbragð.