Innlent Var bjargað kátum en köldum Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp. Innlent 13.10.2005 19:40 Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. Innlent 13.10.2005 19:39 Strætó býður upp á Skólakort Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn. Innlent 13.10.2005 19:39 Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:39 Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:39 Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." Innlent 13.10.2005 19:39 Safna fé fyrir þurfandi í Níger Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:39 Tékknesku forsetahjónin í heimsókn Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för. Innlent 13.10.2005 19:39 Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. Innlent 13.10.2005 19:39 Atkvæðagreiðsla um samninga kærð Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39 Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. Erlent 13.10.2005 19:39 Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39 Segja gróflega vegið að dýralæknum Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 19:40 Bíða eftir búnaði vegna boltans Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:39 Veiðar ekki inni á skoðunarsvæði Vísindaveiðar á hval eiga ekki að ná inn á svæði hvalaskoðunarskipanna að sögn Hafrannsóknastofnunar. Ekki er útilokað að hvalhræið sem fannst á dögunum sé tilkomið vegna veiðanna en þó mælir margt gegn því. Innlent 13.10.2005 19:40 Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. Innlent 13.10.2005 19:39 Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39 Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. Innlent 13.10.2005 19:40 Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39 Síminn má einn setja ADSL-skilyrði Viðskiptavinir með ADSL-tengingu hjá Og Vodafone færa sig unnvörpum yfir til Símans til að geta horft á enska boltann, en flutningur til Símans er skilyrði þess að ná útsendingum boltans. Samkeppnisráð segir að Og Vodafone hafi ekki leyfi til að gera það sama og Síminn er að gera. Innlent 13.10.2005 19:40 Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39 Kannar kröfur banka um kennitölu Bankar krefja alla um kennitölu þegar keyptur er gjaldeyrir. Samkvæmt lögum er bönkum og sparisjóðum skylt að biðja um hana, fari upphæðin yfir 1,2 milljónir, en annars ekki. Það gera þeir samt og er málið í athugun hjá Persónuvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40 Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. Innlent 13.10.2005 19:39 Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39 Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40 Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39 Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39 Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39 Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39 Syntu í land Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum. Innlent 13.10.2005 19:39 « ‹ ›
Var bjargað kátum en köldum Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp. Innlent 13.10.2005 19:40
Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. Innlent 13.10.2005 19:39
Strætó býður upp á Skólakort Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn. Innlent 13.10.2005 19:39
Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:39
Kona enn þungt haldin eftir slys Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:39
Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." Innlent 13.10.2005 19:39
Safna fé fyrir þurfandi í Níger Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári. Innlent 13.10.2005 19:39
Tékknesku forsetahjónin í heimsókn Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för. Innlent 13.10.2005 19:39
Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. Innlent 13.10.2005 19:39
Atkvæðagreiðsla um samninga kærð Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:39
Reykjavík er fjórða dýrasta borgin Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári. Erlent 13.10.2005 19:39
Funda aftur á morgun Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39
Segja gróflega vegið að dýralæknum Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar. Innlent 13.10.2005 19:40
Bíða eftir búnaði vegna boltans Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:39
Veiðar ekki inni á skoðunarsvæði Vísindaveiðar á hval eiga ekki að ná inn á svæði hvalaskoðunarskipanna að sögn Hafrannsóknastofnunar. Ekki er útilokað að hvalhræið sem fannst á dögunum sé tilkomið vegna veiðanna en þó mælir margt gegn því. Innlent 13.10.2005 19:40
Kertum fleytt á Tjörninni í gær Sextíu ár voru voru í gær liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjanna á Japönsku borgina Nagasaki sem varð þúsundum að bana, rétt eins og sú sem gerð var á Hiroshima þremur dögum áður árið 1945. Íslendingar minntust atburðanna við Reykjavíkurtjörn í gærkvöld með því að fleyta þar kertum, sem er orðinn árlegur viðburður. Innlent 13.10.2005 19:39
Slapp naumlega í eldsvoða Minnstu munaði að bóndinn á Hólum í Dýrafirði færi sér að voða við að bjarga vélum sínum út úr brennandi geymsluhúsi í gærkvöldi þegar mikil sprenging varð í dráttarvél og eldurinn magnaðist skyndilega. Innlent 13.10.2005 19:39
Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. Innlent 13.10.2005 19:40
Þjóðvegur lokaður undir miðnætti Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðaslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn létust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans en ökumaður flutningabíls, sem rakst á fólksbílinn, slasaðist ekki alvarlega. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir enda hefur ekki verið hægt að ræða við konuna. Innlent 13.10.2005 19:39
Síminn má einn setja ADSL-skilyrði Viðskiptavinir með ADSL-tengingu hjá Og Vodafone færa sig unnvörpum yfir til Símans til að geta horft á enska boltann, en flutningur til Símans er skilyrði þess að ná útsendingum boltans. Samkeppnisráð segir að Og Vodafone hafi ekki leyfi til að gera það sama og Síminn er að gera. Innlent 13.10.2005 19:40
Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 19:39
Kannar kröfur banka um kennitölu Bankar krefja alla um kennitölu þegar keyptur er gjaldeyrir. Samkvæmt lögum er bönkum og sparisjóðum skylt að biðja um hana, fari upphæðin yfir 1,2 milljónir, en annars ekki. Það gera þeir samt og er málið í athugun hjá Persónuvernd. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:40
Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. Innlent 13.10.2005 19:39
Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:39
Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. Innlent 13.10.2005 19:40
Enn engin ákvörðun um mótmælendur Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort 12 erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og m.a. valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði eftir að mótmælendurnir fóru inn á byggingasvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:39
Merkja ekki tekjuaukningu "Það liggur ekki fyrir hvort útsvarstekjur hækki eitthvað en við erum núna að ljúka við uppgjör á árinu 2004," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 19:39
Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. Innlent 13.10.2005 19:39
Viðræðum um R-lista haldið áfram Fulltrúum flokkanna sem standa að R-listanum tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt. Ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun. Innlent 13.10.2005 19:39
Syntu í land Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum. Innlent 13.10.2005 19:39