Innlent

Fréttamynd

Tafir í Leifsstöð vegna vatnsleka

Allt að helmingi innritunarborða í Leifstöð hefur verið lokað þar sem vatnsrör sprakk á þriðju hæð byggingarinnar í morgun sem olli vatnstjóni á fyrstu hæð. Starfsfólk flugstöðvarinnar vill þar af leiðandi biðja farþega sem halda út með flugi í dag að mæta tímanlega því búast má við einhverri töf í innritun.

Innlent
Fréttamynd

Barist innbyrðis um hylli kjósenda

Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að verja á fundi með fulltrúum háskólastúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking brýtur eigin siðareglur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur enga hagsmunaárekstra felast í því að hún sitji í stjórn Seðlabankans. Siðareglur, sem flokkurinn setur þingmönnum, banna þeim að sitja í stjórnum banka, stofnana og fyrirtækja þar sem hætta er á slíku.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í blokk í Hafnarfirði

Eldur kom upp í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt, en tilkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur í tvö. Lögreglumenn í Hafnarfriði höfðu náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar bílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn og sjór í skólann

Kennurum og starfsliði í Laugarnesskóla létti mikið í gær þegar rafmagn komst á í skólanum skömmu fyrir hádegi en þar hafði verið rafmagnslaust í tæpan mánuð. "Nú hefst upplýst skólastarf," sagði Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri himinlifandi þegar hann kveikti ljósið í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Stéttarfélagsþátttaka 85%

Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á opinbera rannsókn

Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar fara fram á opinbera rannsókn á aðgerðum lögreglu í sinn garð. Þeir saka lögreglu um að beita andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Göngin boðin út í janúar

"Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Engir nemar í nokkrum árgöngum

Nemendum fer sífellt fækkandi í Bíldudalsskóla en tuttugu og fimm munu nema þar í vetur. Enginn nemandi verður í sjötta bekk og aðeins einn nemandi verður í þeim fyrsta. Í Patreksfjarðarskóla, en báðir þessir skólar heyra undir Grunnskóla Vesturbyggðar, verður enginn nemandi í öðrum bekk að sögn Nönnu Sjafnar Pétursdóttur skólastýru.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur hyggjast kæra

Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna.

Innlent
Fréttamynd

Varað við saurgerlum í neysluvatni

Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki góðar fréttir

"Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur kæra lögregluna

Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel

Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evrópufræðasetur á Bifröst

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans.

Innlent
Fréttamynd

Hrefnuvertíðinni lokið

Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert land heimilar ættleiðingu

"Eins og staðan er í dag getum við ekki sent út umsókn um ættleiðingu frá samkynhneigðu pari," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. "Samstarfslönd okkar vinna eftir sinni löggjöf og ekkert þeirra landa sem við erum í sambandi við heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra."

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt dagskrá menningarnætur

Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið.

Innlent
Fréttamynd

Bílar skemmdust um borð í Herjólfi

Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is.

Innlent
Fréttamynd

Nafn stúlkunnar sem var myrt

Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður.

Innlent
Fréttamynd

Segjast öll saklaus

Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar á öllum ákæruatriðum

Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu flóttamennirnir komnir

Fyrstu flóttamennirnir á þessu ári komu til landsins um hádegi í gær en alls verður tekið við þrjátíu og einum á þessu ári. Þennan fyrsta hóp skipar sjö manna fjölskylda frá Kosovó en hún hefur búið síðustu ár í flóttamannabúðum í Bosníu.

Innlent
Fréttamynd

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úttekt á leiðakerfi

Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Mikil mannekla á leikskólum

Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum.

Innlent
Fréttamynd

Hrefnuvertíð lokið

Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Tvo leikskólakennara vantar

Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki borgarstjórastólinn

Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103.

Innlent