Innlent

Fréttamynd

Til Íslands í næstu viku

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Sér eftir R-listanum

R-listinn hefur sungið sitt síðasta. Á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi var ákveðið að flokkurinn byði fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formaður Samfylkingarinnar horfir á eftir listanum með eftirsjá.

Innlent
Fréttamynd

Nemendum fer hægt fjölgandi

Leiða má líkum að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en flestir skólar hefja starfsemi sína þá eftir sumarfrí. Voru nemendur alls tæp 104 þúsund talsins á öllum skólastigum í fyrrahaust en allmargir skólar hafa tilkynnt um aukinn fjölda nemenda milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Kaffihús í Hljómskálagarðinn

Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil mannekla á leikskólum

Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum.

Innlent
Fréttamynd

Hrefnuvertíð lokið

Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Tvo leikskólakennara vantar

Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar.

Innlent
Fréttamynd

Útilokar ekki borgarstjórastólinn

Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103.

Innlent
Fréttamynd

Flugliðinn enn í haldi vegna morðrannsóknar

Stúlkan sem myrt var á varnasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sunnudagskvöld hét Ashley Turner. Hún var fædd í Fredrick í Marylandríki 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir og er liðsmaður flugliðs varnarliðsins enn í haldi vegna rannsóknarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Allir opnir fyrir samstarfi

Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista.

Innlent
Fréttamynd

Lítll þjóðhagslegur ávinningur

KB-banki segir þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. Efnahagsleg áhrif áliðnaðar hafa verið ofmetin í umræðu hérlendis, miðað við niðurstöðu sérfræðinga KB-banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ÍE rannsakar nikótínfíkn

Íslensk erfðagreining hefur hlotið styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni til að leita breytileika í erfðamengi mannsins sem veldur því að ákveðnum einstaklingum er hættara við að verða háðir nikótíni.

Innlent
Fréttamynd

Meint brot samþykkt í úttekt

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan  níu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur á Hótel Nordica

Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert barnaklám fannst í tölvum

Ekkert barnaklám fannst í tölvubúnaði 32 ára Íslendings sem Europol sendi tilkynningu um til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt henni hafði maðurinn tengst netbúnaði alþjóðlegs barnaklámhrings. Rannsókn á tölvubúnaði hans er lokið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar veltu bílum

Lögreglumenn landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. Jafnframt var þyrla Landhelgisgæslunnar send í sjúkraflug svo fátt eitt sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Nafn hinnar látnu

Unga konan sem lést á varnarliðssvæðinu Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld hét Ashley Turner og var fædd í Fredrick í Maryland-ríki hinn 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi.

Innlent
Fréttamynd

Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins

Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit.

Innlent
Fréttamynd

Samningur um sálfræðiþjónustu

Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Verður rekið í réttarsal

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal.

Innlent
Fréttamynd

Sakborningar ítrekuðu sakleysi

Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir ferðamenn þurfa fræðslu

Ferðamenn sem koma hingað til lands vita fæstir að láti þeir ekki vita af sér á ferðalögum fer af stað viðamikil leit á borð við þá sem fór í gang í gær þegar yfir 50 leitarmenn leituðu þýsks ferðalangs á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu öll sök

Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum.  

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn og sjór í skólann

Kennurum og starfsliði í Laugarnesskóla létti mikið í gær þegar rafmagn komst á í skólanum skömmu fyrir hádegi en þar hafði verið rafmagnslaust í tæpan mánuð. "Nú hefst upplýst skólastarf," sagði Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri himinlifandi þegar hann kveikti ljósið í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Stéttarfélagsþátttaka 85%

Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á opinbera rannsókn

Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar fara fram á opinbera rannsókn á aðgerðum lögreglu í sinn garð. Þeir saka lögreglu um að beita andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Göngin boðin út í janúar

"Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Engir nemar í nokkrum árgöngum

Nemendum fer sífellt fækkandi í Bíldudalsskóla en tuttugu og fimm munu nema þar í vetur. Enginn nemandi verður í sjötta bekk og aðeins einn nemandi verður í þeim fyrsta. Í Patreksfjarðarskóla, en báðir þessir skólar heyra undir Grunnskóla Vesturbyggðar, verður enginn nemandi í öðrum bekk að sögn Nönnu Sjafnar Pétursdóttur skólastýru.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur hyggjast kæra

Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna.

Innlent