Innlent

Nafn hinnar látnu

Unga konan sem lést á varnarliðssvæðinu Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld hét Ashley Turner og var fædd í Fredrick í Maryland-ríki hinn 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Ungur liðsmaður flugliðs varnarliðsins er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið Turner að bana. Glæparannsóknardeildir flughers og flota rannsaka nú málið ásamt herlögreglu og lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×