Tvo leikskólakennara vantar 17. ágúst 2005 00:01 Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar. Gerður telur þó viðbúið að grípa þurfi til aðgerða á einhverjum leikskólum í Grafarvogi, þar sem ástandið er verst. "Þessi staða hefur áður komið upp og þá hefur verið gripið til þess ráðs að ákveðinn hópur barna verði heima einn dag í senn," segir hún. Að sögn Gerðar hafa flestir leikskólar nógu marga starfsmenn fram til mánaðamóta og vonast hún til þess að fleiri umsóknir berist. Heimildir Fréttablaðsins herma að dæmi séu þó um leikskóla þar sem hefja verði aðgerðir vegna manneklu strax í næstu viku að óbreyttu. Að sögn Gerðar verður að öllum líkindum að ráða fleira ófaglært starfsfólk til leikskólanna. "Eins og staðan er í dag eru ekki líkur á því að menntaðir leikskólakennarar fáist í störfin," segir Gerður. Hugmyndum um að ráða til starfa eldri borgara hafi einnig verið velt upp. "Eftir því sem við komumst næst er vandamálið að aðstoðarfólkið og leiðbeinendurnir hætta störfum," segir Þröstur Brynjarsson, varaformaður Félags leikskólakennara. "Lítil hreyfing er hins vegar á faglærðum leikskólakennurunum." Þröstur segir áhyggjuefni hversu hátt hlutfall starfsmanna leikskóla sé ófaglærður, yfir sextíu prósent starfsmanna eins og staðan sé í dag. "Lögum samkvæmt eiga hins vegar allir þeir sem sjá um uppeldi og menntun barna í leikskólum að vera til þess menntaðir." Þröstur lýsir einnig áhyggjum sínum af því að Kennaraháskólinn hafi þurft að hafna hæfum umsækjendum um inntöku í leikskólakennaranám við skólann. Byrjunarlaun starfsmanna leikskóla eru mjög misjöfn eftir aldri, menntun og starfsreynslu viðkomandi að sögn Sigurlaugar Gröndal, hjá Eflingu - stéttarfélagi. Lægstu byrjunarlaun aðstoðarmanna nema tæplega 113 þúsund krónum á mánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar. Gerður telur þó viðbúið að grípa þurfi til aðgerða á einhverjum leikskólum í Grafarvogi, þar sem ástandið er verst. "Þessi staða hefur áður komið upp og þá hefur verið gripið til þess ráðs að ákveðinn hópur barna verði heima einn dag í senn," segir hún. Að sögn Gerðar hafa flestir leikskólar nógu marga starfsmenn fram til mánaðamóta og vonast hún til þess að fleiri umsóknir berist. Heimildir Fréttablaðsins herma að dæmi séu þó um leikskóla þar sem hefja verði aðgerðir vegna manneklu strax í næstu viku að óbreyttu. Að sögn Gerðar verður að öllum líkindum að ráða fleira ófaglært starfsfólk til leikskólanna. "Eins og staðan er í dag eru ekki líkur á því að menntaðir leikskólakennarar fáist í störfin," segir Gerður. Hugmyndum um að ráða til starfa eldri borgara hafi einnig verið velt upp. "Eftir því sem við komumst næst er vandamálið að aðstoðarfólkið og leiðbeinendurnir hætta störfum," segir Þröstur Brynjarsson, varaformaður Félags leikskólakennara. "Lítil hreyfing er hins vegar á faglærðum leikskólakennurunum." Þröstur segir áhyggjuefni hversu hátt hlutfall starfsmanna leikskóla sé ófaglærður, yfir sextíu prósent starfsmanna eins og staðan sé í dag. "Lögum samkvæmt eiga hins vegar allir þeir sem sjá um uppeldi og menntun barna í leikskólum að vera til þess menntaðir." Þröstur lýsir einnig áhyggjum sínum af því að Kennaraháskólinn hafi þurft að hafna hæfum umsækjendum um inntöku í leikskólakennaranám við skólann. Byrjunarlaun starfsmanna leikskóla eru mjög misjöfn eftir aldri, menntun og starfsreynslu viðkomandi að sögn Sigurlaugar Gröndal, hjá Eflingu - stéttarfélagi. Lægstu byrjunarlaun aðstoðarmanna nema tæplega 113 þúsund krónum á mánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira