Innlent

Fréttamynd

Björn ekki á útleið

"Fyrir þingkosningarnar 2007 mun ég taka ákvörðun um, hvort ég býð mig fram að nýju, eða sný mér að öðru. Allar vangaveltur um, að ég ætli ekki að sitja út þetta kjörtímabil eru úr lausu lofti gripnar," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegssýningin aldrei stærri

Aðstandendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnnar telja að ívið fleiri gestir hafi sótt hátíðina nú en árið 2002 sem var metár. Þá komu rúmlega 18.000 gestir á sýninguna. Mikið var af erlendum gestum og var hótelrými á höfuðborgarsvæðinu meira og minna uppselt meðan á sýningunni stóð.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á bíl með þýfi

Sautján ára sjáanlega ölvaður ökumaður var handtekinn í Borgarnesi í gærmorgun eftir smávægilegt umferðaróhapp. Hann keyrði á umferðarskilti.

Innlent
Fréttamynd

Mannsins enn saknað

Víðtæk leit að þrjátíu og fjögurra ára gömlum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefst á næstu klukkutímunum. Karlmaður og kona sem gengust undir aðgerð í gær eru bæði á batavegi og úr lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Ættu að einblína á aðalatriðin

Sigurður Líndal prófessor segir að verði ákæruliðunum átján í Baugsmálinu vísað frá dómi geti ákæruvaldið rannsakað þá aftur og höfðað nýtt mál á hendur forsvarsmönnunum. Hann ræður saksóknara að einblína á aðalatriðin í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Reykhús hafa ekki undan

"Laxveiði hefur almennt verið mjög góð í sumar yfir landið í heild," segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ritu í Bandaríkjunum enn saknað

Rita Gaudin íslenska konan sem saknað er í Bandaríkjunum og sonur hennar hafa enn ekki fundist frá frá því að fellibylurinn reið yfir New Orleans í Louisiana, Mississippi og nágrenni.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ekki í varaformanninn

Bjarni Benediktsson þingmaður ætlar ekki að bjóða sig fram sem varaformann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. "Ég var aldrei þeirrar skoðunar að ég ætti að fara í þetta framboð," segir Bjarni, sem er formaður allsherjarnefndar Alþingis. 

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka viðbrögð eftir neyðarkall

Um 150 manns tóku þátt í leitinni að Friðriki Á. Hermannssyni sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker aðfaranótt sunnudags. Hann hafði ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hjón sem slösuðust alvarlega í sjóslysinu voru útskrifuð af gjörgæslu í gær. Þau hlutu alvarlega áverka að sögn vakthafandi læknis og urðu að gangast undir aðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill hjá lögreglu

Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt og margir voru látnir gista fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var í öllum tilvikum um minniháttar mál að ræða, fyrst og fremst ölvun og minniháttar pústra.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir á Fáskrúðsfirði

Tennur voru kýldar úr ungum manni sem stóð fyrir utan unglingadansleik á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Lögreglan varð vitni að árásinni sem virtist tilhæfulaus.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skólahúsnæði of lítið

Nýtt húsnæði Korpuskóla er ekki nógu stórt til að hýsa alla nemendur skólans og því þurfa þrjár bekkjardeildir að stunda nám í lausum kennslustofum í vetur. Formaður menntaráðs Reykjavíkur segir að nemendum skólans muni fækka á næstu árum. Það myndi kosta skattgreiðendur offjár ef byggður væri of stór skóli.

Innlent
Fréttamynd

Kærður fyrir að kasta vatni

Skömmu fyrir miðnætti í gær veitti lögreglan því athygli þar sem maður var að kasta af sér vatni á miðri gangstétt við fjölfarna götu í Grindavík. Þegar lögregla gerði athugasemd við hann um hátternið kom í ljós að manninum þótti þetta ekki athugavert.

Innlent
Fréttamynd

14 flóttamenn komnir til landsins

Fjórtán kólumbískir flóttamenn komu hingað til lands seint á föstudagskvöld. Um er að ræða þrjár fjölskyldur að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Flóttamennirnir komu hingað frá Kosta Ríka en ófremdarástand ríkir í heimalandi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hrapaði ofan í Laxá

Maður fékk höfuðáverka í gærdag er hann hrapaði í Laxá í Laxárdal. Jóhannes Björgvinsson, varðstjóri í Búðardal, fór á slysstað auk læknis og sjúkrabíls. Hann segir manninum hafa orðið fótaskortur ofarlega í brekku.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni og Árni styðja Þorgerði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitin í kjötvinnsluna

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út í fyrradag í heldur óvanalega björgunaraðgerð, að verka svið hjá Norðlenska sem var í vanda með að manna vaktir.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í vinnuskála á Kárahnjúkum

Tólf konur björguðust út úr brennandi vinnuskála Impregilo við Kárahnjúka í nótt. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt og um svipað leyti urðu aðrir starfsmenn varir við eldsvoðann. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá logandi kerti í anddyri skálans.

Innlent
Fréttamynd

150 manns hafa leitað í dag

Nærri hundrað og fimmtíu manna lið björgunarsveita hefur í dag leitað þrjátíu og fjögurra ára gamals manns sem er enn saknað eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi í gær. Orsök slyssins er enn ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda og vinir tóku þátt

Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Álftanesvegi

Ungur ökumaður slapp með minniháttar meiðsl þegar bíll valt á Álftanesvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Bíllinn valt út af veginum skammt frá gatnamótunum við Reykjavíkurveg í Engidal og er talinn ónýtur eftir.

Innlent
Fréttamynd

Einn fékk reykeitrun í eldsvoðanum

Á annan tug manna björguðust út þegar eldur kom upp í svefnskála við Kárahnjúka í nótt. Einn maður var fluttur til Egilsstaða til meðferðar vegna reykeitrunar en öðrum varð ekki meint af. Sjálfvirkt viðvörunarkerfi sendi boð um eldinn um klukkan hálfeitt og um svipað leyti varð fólk á staðnum vart við eldsvoðann.

Innlent
Fréttamynd

Árleg söfnun aðventista

Um fimmtíu manns frá Hjálparstarfi aðventista ganga í dag og næstu daga í hús á höfuðborgarsvæðinu vegna árlegrar söfnunar fyrir ADRA, sem er þróunar- og líknarstofnun aðventista. Stofnunin styður einkum langtíma þrónarverkefni í baráttu gegn fátækt, með áherslu á menntun, heilsu, vatnsveitur og jarðrækt.

Lífið
Fréttamynd

Kviknaði í skála út frá kerti

Kona fékk reykeitrun er eldur kviknaði í svefnskála fjórtan kvenna á Kárahnjúkum rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Á annan tug manna, sumar kvennanna og gestir þeirra, voru í skálanum.

Innlent
Fréttamynd

Byrja að kemba fjörur

Víðtæk leit að rúmlega þrítugum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefur haldið áfram í dag. Leit hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á henni í nótt. Fimmtán kafarar hafa leitað neðansjávar og hópar björgunarsveitarmanna eru þessa stundina að byrja að ganga meðfram allri strandlínunni frá Gróttu og upp á Kjalarnes.

Innlent
Fréttamynd

Nafn konunar sem lést

Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Ný gatnamót opnuð í dag

Ný gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar í Reykjavík verða opnuð umferð á ný í dag eftir breytingar. Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar hefur verið lokuð frá því snemma í sumar vegna framkvæmda við nýju Hringbrautina.

Innlent
Fréttamynd

Mannsins enn saknað

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b-

Innlent
Fréttamynd

VG átelja ríkisstjórnina

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Setja met nánast daglega

"Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins.

Innlent