Innlent

Reykhús hafa ekki undan

"Laxveiði hefur almennt verið mjög góð í sumar yfir landið í heild," segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Páll Þór tekur sem dæmi að fyrra metið í Norðurá í Borgarfirði hafi verið einhvers staðar á milli 2.200 og 2.300 veiddir laxar en þetta sumarið hafi komið 3.142 laxar upp úr ánni, því sé um umtalsverða veiðiaukningu að ræða. Í bæði Þverá og Kjarrá hafa yfir fjögurþúsund laxar veiðst þetta sumarið. Páll Þór segir sumarið hafa farið heldur hægt af stað í þeim ám sem opnuðu fyrst en veiðin hafi hafist af fullum krafti í lok júní og mikið af fiski hafi almennt verið í ánum. Sigurbjörn Guðmundsson hjá fiskiðjunni Reykási segir að erfitt sé að sinna öllum þeim sem koma með fisk í reyk og að stundum hafi beinlínis þurft að vísa fólki frá. Sérstaklega séu vikurnar undir lok sumars erfiðar því sumarfólkið er byrjað aftur í skóla þótt veiðitímabilinu sé enn ekki lokið. Páll Þór Ármann segir að sums staðar megi veiða fram undir næstu mánaðamót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×