Innlent

Ritu í Bandaríkjunum enn saknað

Rita Gaudin íslenska konan sem saknað er í Bandaríkjunum og sonur hennar hafa enn ekki fundist frá frá því að fellibylurinn reið yfir New Orleans í Louisiana, Mississippi og nágrenni. Rita er 67 ára og býr í Metairie í New Orleans og sonur hennar í nágrannabænum Slidell. Ræðismaður Íslendinga í borginni hugðist fara á heimili Ritu og vinnustað sonarins á föstudag. Pétur Ásgeirsson hjá utanríksiráðuneytinu segir að þar sem hann hafi ekkert heyrt frá ræðismanninum hafi heimsóknirnar væntanlega ekki borið árangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×