Innlent

Fréttamynd

Ekki lengur Bolli í 17

Bolli Kristinsson, gjarnan nefndur Bolli í Sautján, hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni NTC sem meðal annars rekur verslanirnar Sautján. Kaupandi er Svava Johansen kaupmaður sem hefur um árabil átt fyrirtækið með Bolla.

Lífið
Fréttamynd

Moksíldveiði

Síldveiði gengur vel þessa dagana. Í gær var var landað úr Beiti NK þrjúhundruð tonnum af síld. Síldin fer öll til manneldis. Síldin er einungis flökuð og fryst því allri söltun hefur verið hætt hjá fyrirtækinu. Súlan EA kom í nótt með um 300 tonn til löndunar og Börkur NK er að veiðum og gengur vel.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin dótturfélag auðhrings

<font size="1"> </font>Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður í garð 365 fjölmiðlasamsteypunnar í setningarræðu sinni á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði hana misnotaða af eigendum sínum. >

Innlent
Fréttamynd

Fjárhagur til endurskoðunar

<strong><font size="1"> </font></strong>Starfshópur á vegum menntamálaráðherra vinnur að því að endurskoða reiknilíkan fyrir rekstur og fjárhag Háskólans á Akureyri. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um málefni háskólans á Alþingi í gær.>

Innlent
Fréttamynd

Átta sækjast eftir fyrsta sætinu

Spennandi prófkjör er framundan vegna lista Framsóknarflokks í sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi og sækjast átta eftir fyrsta sæti. Kosið verður um sex efstu sætin. Þar verða þrír af hvoru kyni samkvæmt reglum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Makaskipti hrepps og kirkju

Dómstólar<cstyle name="[No character style]" /> Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896.

Innlent
Fréttamynd

Grætur sig í svefn á kvöldin

Tuttugu og níu ára Kínverji sem leitaði hælis hér á landi í byrjun ágúst, grætur sig í svefn á kvöldin þar sem hann bíður úrlausnar á gistiheimili suður með sjó. Konan hans var send til Þýskalands, og óvíst er hvort, eða hvenær þau hittast aftur.

Innlent
Fréttamynd

Presti greint frá kynferðisofbeldi

Þeim einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu fimm árum sem segja presti sínum frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Þetta segir séra Gunnþór Ingason sóknarprestur í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi íhuga að breyta iðnaðarsvæðinu við Bygggarða og Sefgarða, vestast í bænum, í íbúðabyggð. Hugmyndirnar snúa að því að reisa þétta byggð á þriggja hektara landsvæði þar sem húsin yrðu ýmist tvær eða þrjár hæðir.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarkönnun við Víkurskarð

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði.

Innlent
Fréttamynd

Skrúfað frá brunahönum í borginni

Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Féflettur á Goldfinger

Karlmaður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektardansstaðnum Goldfinger og þar hafi menn nýtt sér ástandið og hreinsað út af kortareikningi hans. Lögreglan segir sönnunarfærslu í slíkum málum afar erfiða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu

Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki greidda fatapeninga

Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfallslega mesti vaskurinn hér

Samkvæmt skýrslu OECD er hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu hvergi hærra en á Íslandi þar sem það jókst mest á milli áranna 2003 og 2004. Þá er skattur á fyrirtæki sem hlutfall af skatttekjum næstlægstur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vinnur Hómer Simpson í Sellafield?

Lekinn í endurvinnslustöðinni í Sellafield síðastliðið vor er mörgum áhyggjuefni hér á landi. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra í vikunni um það hvort hann hefði fengið einhver svör frá kollega sínum í Bretlandi en hún hafði óskað eftir skýrslu frá bretum vegna lekans.

Innlent
Fréttamynd

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

SMÍ og FF takast á

Stjórn Skólameistarafélags Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag, þar yfirlýsing sem Félag framhaldsskólakennara birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, er fordæmd og sögð óvægin árás á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Máni tilnefndur

Hið íslenska glæpafélag hefur tilnefnt glæpasöguna, Svartur á leik, eftir Stefán Mána, sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, sem veita glerlykilinn svonefnda einu sinni á ári. Þetta er fimmta skáldsaga Stefáns Mána, en Arnaldur Indriaðson hefur tvívegis hlotið glerlykilinn.

Lífið
Fréttamynd

Hvetja til frekari skattalækkana

Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum.

Innlent
Fréttamynd

Bolli vill fimmta sætið

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tvo nýja framhaldsskóla

Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun.

Innlent
Fréttamynd

Betri byggð mótmælir

Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

40 nauðgunarmál á ári

Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum.

Innlent
Fréttamynd

Særoði hættir vinnslunni

<font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font>

Innlent