Innlent

Fréttamynd

Bílastyrkur bundinn lögheimili

Hreyfihamlaðir og blindir fá ekki styrk frá Tryggingastofnun til bílakaupa nema að ökumaður bílsins sé með lögheimili á sama stað og þeir sjálfir.

Innlent
Fréttamynd

Fengu síma og inneign frá Og vodafone

Og Vodafone og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra (FSFH) hafa gert samning um gjöf á 15 farsímum til allra nemenda í 4. til 10. bekk á táknmálssviði Hlíðaskóla. Nemendurnir fá jafnframt mánaðarlega inneign í formi "Og Vodafone Frelsis-skafkorta" og geta sent SMS og MMS skeyti án endurgjalds þar til skólagöngu í Hlíðaskóla lýkur.

Lífið
Fréttamynd

Fær að leiða fram vitni

Hæstiréttur hefur samþykkt kröfu Lúðvíks Gisurarsonar um að fá að leiða fram vitni sem varpað gætu ljósi á meint ástarsamband móður hans og Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra og lögreglustjóra í Reykjavík. Lúðvík heldur því fram að Hermann hafi verið faðir hans og eru vitnaleiðslurnar liður í viðleitni hans til að fá lífsýni úr Hermanni heitnum.

Innlent
Fréttamynd

Gegnsæi í skattheimtu

Lagt var fram í borgarstjórn í gær að uppsetningu launaseðla Reykjavíkurborgar verði breytt þannig að fram komi hvernig skattur skiptist á milli ríkis og sveitarfélags.

Innlent
Fréttamynd

Björgunaræfing á Faxaflóa

Tugir manna tóku þátt í umfangsmikilli björgunaræfingu á Faxaflóa í dag, þar sem Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins æfðu björgun úr brennandi skipi. Æfingin hófst snemma í morgun. Varðskipið Ægir var í hlutverki skips í neyð, þar sem eldur logaði í vélarrúmi -og menn meiddir og týndir. Hann lá við festar út-af Vatsleysuvík, rétt fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Skoða lagasetningu um einkavæðingu

Skipaður verður starfshópur sem kanna á hvort endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hvort þörf sé á lögum þar um. Framkvæmdanefnd vinnur að samantekt á eignum ríkisins svo skoða megi frekari einkavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Unnu samkeppni um Háskólatorg

Íslenskir aðalverktakar ásamt arkitektunum Ögmundi Skarphéðinssyni og Ingimundi Sveinssyni og samstarfsfólki á Arkitektastofu Ingimundar Sveinssonar urðu hlutskarpastir í samkeppni um tillögu að hönnun og byggingu Háskólatorgs Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tjónið nemur milljónum

Tjónið vegna veggjakrotsins í Víkingshverfinu getur numið nokkrum milljónum króna. Veggjakrot er ekki lögbrot en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi segir að hægt sé að krefjast skaðabóta.

Innlent
Fréttamynd

Sýknuð af kókaínsmygli

Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus.

Innlent
Fréttamynd

Forsendur kjarasamninga ræddar

Fulltrúar Verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúar Samtaka Atvinnulífsins munu í dag ganga til fundar við forystumenn ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu þar sem forsendur kjarasamninga verða ræddar.

Innlent
Fréttamynd

Margar misnota veikindarétt

Formaður Læknafélags Íslands segir margar verðandi mæður misnota veikindarétt og fæðingarorlof og fái til þess vottorð frá lækni. Tryggingayfirlæknir telur almennt að vottorð séu misnotuð og að taka verði á því.

Innlent
Fréttamynd

Vill takmarka eignarhald fjölmiðla

Geir H Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að málamiðlum fjölmiðlanefndarinnar, svokölluðu um að eignharhald eins aðila eða aðila honum tengdum megi ekki vera meira en 25%, sé of há.

Innlent
Fréttamynd

Sýknuð af smygli í London

Sautján ára íslensk stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var sýknuð í dag . Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr án sinnar vitundar en hún var aðeins sextán ára þegar hún var handtekin.

Innlent
Fréttamynd

Hátt gengi og verðbólga

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa átt í miklum erfiðleikum á þessu ári. Nýlega héldu Samtök fiskvinnslustöðva aðalfund þar sem málefni greinarinnar voru rædd.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að rjúpnaskyttum

Þrjátíu björgunasveitarmenn í Árnessýslu voru kallaðir út til að leita að rjúpnaskyttum skömmu fyrir kvöldmat. Skytturnar voru að veiðum við Skjaldbreið og fannst bifreið þeirra þar um klukkustund eftir að leit hófst. Skömmu síðar fundust tveir mannanna og símasamband náðist við þann þriðja. Myrkur var á leitarsvæðinu og skyggni slæmt.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaskyttur komu í leitirnar

Um 30 björgunarsveitarmenn á 8 bílum voru upp úr klukkan sex sendir til að leita að þremur rjúpnaskyttum í grennd við Skjaldbreið. Rétt eftir klukkan sjö fundust tveir mannanna heilir á húfi. Þriðji maðurinn fannst svo nokkru síðar.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningur kærður

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur nú fengið til rannsóknar starfslokasamning Jóhannesar Sigurgeirssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinaða Lífeyrissjóðsins, sem hann og stjórn sjóðsins gerðu þegar Jóhannesi var gert að víkja störfum vegna bágrar afkomu sjóðsins fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Flokksformenn ekki í takt

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekki gert ráð fyrir lækkun matarskatts sem lið í því að treysta grundvöll kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar fyrirhugðum aðgerðum

Borgarstjóri fagnar fyrirhuguðum aðgerðum á kvennafrídaginn og beinir því til stjórnenda á vinnustöðum að bregðast jákvætt við óskum kvenna um að leggja niður vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Minningardagskrá á Flateyri

Flateyringar heima og heiman hyggjast minnast þess 26 október næstkomandi að tíu ár eru liðinn frá snjóflóðunum mannskæðu á þorpið við Önundarfjörð. Mun skipulögð dagskrá fara fram allan daginn auk þess sem sérstök minningardagskrá mun fara fram að kvöldi dags í íþróttahúsi staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Fá 15 milljónir af skipsverði

Hæstiréttur dæmdi í gær Íslandsbanka til að greiða fimm norðlenskum sjómönnum rúmar fimmtán milljónir króna og Lífeyrissjóði sjómanna rúmar tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Fundust heilir á húfi

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan 18 í gær, vegna þriggja rjúpnaskytta sem saknað var. Mennirnir höfðu verið á veiðum við Skjaldbreið.

Innlent
Fréttamynd

Veggjakrot til vandræða

Fossvogshverfið er illa farið af veggjakroti. Gunnlaugur A. Júlíusson býr í hverfinu og hann hefur sent öllum borgarfulltrúum tölvubréf til að benda á þessa skrílmennsku. Svar hefur aðeins borist frá einum þeirra sem segir ástandið líka slæmt í Breiðholtinu.

Innlent
Fréttamynd

Saklaus í svikamyllu smyglara

 Breskur kviðdómur sýknaði í gærdag íslensku unglingsstúlkuna sem ákærð var fyrir að smygla kókaíni til Bretlands í vor. „Hún er þar með laus allra mála,“ segir lögmaður hennar, Aika Stephenson hjá breska lögfræðifyrirtækinu Lawrence & Co. í samtali við Fréttablaðið.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka rotaðist í sundlaug

Hótel Geysir í Haukadal var í gær dæmt til að greiða 19 ára stúlku þrjár og hálfa milljón króna í skaðabætur fyrir slys sem hún varð fyrir í sundlaug staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Síðbúinn sauðburður

Við feðgarnir sáum bara allt í einu nýborið lamb stíga sín fyrstu skref við vegkantinn," segir Sigurður M. Þorvaldsson en hann varð vitni af nokkuð síðbúnum sauðburði í fyrrakvöld. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Undrast viðbótarkostnað

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sjálfsagt og nauðsynlegt að fara á næstunni yfir eftirlaunamál ráðherra og þingmanna.Um 650 milljóna króna viðbótarkostnaður hefur hlotist af nýju lögunum miðað við upphaflegar áætlanir og ákvæði í lögunum hafa sætt gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldi úrræði í kynferðisbrotum

Félagsmálaráðherra hefur hrint af stað aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi á Íslandi. Hann segir umræðuna að undanförnu hafa haft áhrif og þakkar fyrir kjark þeirra sem þar gengu á undan.

Innlent
Fréttamynd

Lélegur frágangur kostar milljónir

Lélegur frágangur á farmi vörubíla hefur kostað tryggingarfélögin meira en 110 milljónir króna undanfarin tvö ár. Lögregla hyggst grípa til aðgerða gegn þeim sem ekki ganga almennilega frá farmi á bílum sínum.

Innlent