Innlent Skólaskipið Dröfn á hringferð Skólaskipið Dröfn hélt af stað í dag í hringferð sína um landið. Dröfn mun koma við á helstu þéttbýlisstöðum og sigla með nemendur í efstu bekkjum grunnskkóla. Hringferðin mun standa út nóvember og þar gefst nemendum kostur á að kynnast sjávarútveginujm og vinnunni um borð í fiskiskipum. Innlent 2.11.2005 17:02 Skuldabréfaútgáfan ákveðin traustyfirlýsing Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir skuldabréfa útgáfu erlendu bankana í íslenskum krónum ákveðna traustyfirlýsingu við erlendu bankanna en ekki sé þó ljóst hver áhrifin séu. Innlent 2.11.2005 17:42 Vafasamt að draga meira úr framkvæmdum Vafasamt er að draga meira úr framkvæmdum en gert er ráð fyrir í fjárlögum að mati Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Framkvæmdir hér á landi eru ekki nema þrír fimmtu af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að það sé í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum. Innlent 2.11.2005 17:37 Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. Innlent 2.11.2005 17:05 Að óbreyttu reynir á uppsagnarákvæði Allar líkur eru á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og aðilar vinnumarkaðarins þurfi að setjast að nýju að samningsborðinu. Innlent 2.11.2005 17:28 Getur vel hugsað sér að verða borgarstjóraefni Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, getur vel hugsað sér að vera borgarstjóraefni í samstarfi við félagshyggjuflokkanna að afloknum kosningum. Innlent 2.11.2005 17:21 Of fjarskipti tryggja sér Kall Og fjarskipti hafa tryggt sér allt hlutafé í færeyska fjarskiptafyrirtækinu Kalli p/f og ræður því yfir öllum hlutum í félaginu. Innlent 2.11.2005 17:16 Tekinn með heimatilbúna sprengju Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt akureyrskan karlmann til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hann var handtekinn með heimatilbúna sprengju og fíkniefni í júlí og var fjórum sinnum stöðvaður undir stýri á bifreið þrátt fyrir að vera búinn að missa leyfið. Innlent 2.11.2005 16:33 Hlutafjáraukning hjá FL Group Hlutafé í FL Group verður aukið um fjörutíu og fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Þar með er talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling flugfélaginu. Viðskiptavakt verður bæði í Landsbankanum og Kaupþingi banka. Innlent 2.11.2005 17:01 Greiða 50 þúsund með hverri bók Ríkið greiðir um fimmtíu þúsund krónur með hverjun eintaki af Sögu stjórnarráðsins. Það er meira en þrefalt hærra verð en kaupendur greiða fyrir bækurnar út úr búð. Innlent 2.11.2005 16:40 Hámarksþyngd farangurs í Ameríkuflugi minnkar Farþegar á leið til og frá Bandaríkjunum verða framvegis að draga úr þyngd farangurs síns frá því sem áður var samkvæmt nýjum reglum sem þegar hafa tekið gildi. Ákveðið hefur verið að minnka hámarksþyngd hverrar tösku úr 32 kílóum í 23. Innlent 2.11.2005 16:48 Jólafrímerki með ilm af jólum Íslandspóstur gefur út tvær frímerkjaraðir á morgun, 3. nóvember. Myndefnin á þeirri fyrri er grágæs og stari en í hinni eru jólafrímerkin í ár. Jólafrímerkin eru sérstök að því leyti að þau eru með greni-, epla- og kanelilm. Innlent 2.11.2005 16:41 Ábyrgðarmaður og ritsjtórn ósammála Vilhjálmur Rafnsson ábyrgðarmaður Læknablaðsins segist ekki ætla að segja af sér ábyrgðarmennsku eins og ritnefnd Læknablaðsins lagði til á fundi síðastliðinn mánudag. Kári Stefánson hefur nú kært Vilhjálm til siðanefndar lækna vegna greinar Jóhanns Tómassonar "Nýi sloppur keisarans" sem birtist í septemberútgáfu Læknablaðsins. Innlent 2.11.2005 16:53 Aðeins þriðjungur félaga tekur þátt Kauphöll Íslands heldur kynningardag fyrir markaðsaðila í London í næstu viku. Aðeins þriðjungur félaga í kauphöllinni tekur þátt í kynningunni. Innlent 2.11.2005 15:28 Loksins samkomulag um nýtingu kolmunnaaflans Strandríki Evrópusambandsins, Ísland, Noregur og Færeyjar, náðu loks samkomulagi um nýtingu kolmunnaaflans á Norðaustur-Atlantshafi eftir sjö ára samningaþóf og fjölda funda. Viðræðurnar voru haldnar í Kaupmannahöfn og fá Íslendingar hátt í 18 prósent í sinn hlut. Innlent 2.11.2005 14:04 Verið að efnagreina sprengiefnið Verið er að efnagreina leifar af sprengiefni úr sprengju sem sprakk undir mannlausum bíl fyrir utan hús í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt með þeim afleiðingum að nærstödd kona meiddist og bíllinn stórskemmdist. Innlent 2.11.2005 13:18 CIA felur meinta hryðjuverkamenn í fangelsum fyrrverandi Sovétlýðvelda Bandaríska leyniþjónustan CIA felur meinta hryðjuverkamenn í leynilegum fangelsum í fyrrverandi Sovétlýðveldum, að sögn Washington Post í dag. Ein flugvél, sem talið er að CIA noti til fangaflutninga, fór frá Reykjavík til Búdapest í Ungverjalandi í síðasta mánuði. Innlent 2.11.2005 12:12 11 milljarða skuldabréfaútgáfa í vikunni Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur orðið ellefu milljörðum króna það sem af er vikunni og samtals á annað hundrað milljörðum. Innlent 2.11.2005 11:56 Dregið af launum fyrir að leggja niður vinnu á kvennafrídaginn Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar um að nokkur fyrirtæki í landinu hafi dregið eða ætli að draga af launum þeirra starfsmanna sem lögðu niður vinnu og gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn í lok október. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að þetta verði kannað betur í dag. Innlent 2.11.2005 10:48 Íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóðin Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi ef marka má tölfræði hollensks gagnabanka sem starfræktur hefur verið undanfarin 20 ár. Innlent 1.11.2005 23:10 Og fjarskipti hefja útrás sína í Færeyjum Og fjarskipti eignuðust í gær allan hlut í færeyska fjarksiptafyrirtækinu Kall en fyrir viðskiptin áttu Og fjarkskipti rúmlega áttatíu prósent í fyrirtækinu. Kaupin á Kalli eru fyrsta skref útrásar hjá fyrirtækinu. Innlent 2.11.2005 23:01 Beit stykki úr kjamma kindar Hundur særði kind það alvarlega við Grindavík í gær að aflífa þurfti rolluna en stórt stykki hafði verið bitið úr kjamma dýrsins. Eigandi kindarinnar segir í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindur sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin. Innlent 2.11.2005 07:57 Krónan hækkaði um 1,18% Krónan hækkaði um 1,18 prósent í miklum viðskiptum í gær og hefur þannig unnið upp lækkunina sem varð í síðustu viku. Vísitala krónunnar er nú 101,2 og hefur krónan aðeins einu sinni áður mælst sterkari. Viðskipti innlent 2.11.2005 07:54 Meiddist á fæti þegar sprengja sprakk í Skeifunni Kona sem var á gangi í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt meiddist á fæti þegar öflug sprenging varð undir mannlausum bíl, sem hún var að ganga framhjá, og brot úr sprengjunni þeyttist í hana. Innlent 2.11.2005 07:20 Vill 300 milljónir í hestaíþróttina Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að leggja til við ríkisstjórnina á næstu vikum eða mánuðum að allt að 300 milljónir króna fari til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á landsbyggðinni. Hann vonast til að eitthvað fjármagn fáist strax á næsta ári. Innlent 1.11.2005 18:22 Ritstjórnarmeðlimir hjá Læknablaðinu segja af sér Fimm af sex ritstjórnarfulltrúum í ritstjórn Læknablaðsins sögðu í gær af sér vegna umdeildrar greinar sem birtist í blaðinu um afleysingarströf Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugadeild Landspítalans í sumar. Innlent 1.11.2005 23:06 Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað. Innlent 1.11.2005 22:42 Vilja álver við Húsavík Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsavík, einkum með tilliti til nálægðar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga. Innlent 1.11.2005 22:18 Brennslubúnaður lagfærður Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum. Innlent 1.11.2005 22:21 Kaupþing og Leifsstöð semja Kaupþing Banki hefur samþykkt að lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar til suðurs og endurgerð annarar hæðar hennar. Lánssamningurinn nemur þrem komma þrem milljörðum króna, og er um að ræða framkvæmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvæmda. Áætlað er að þær taki tvö ár og að heildarkostnaðurinn nemi tæpum 5 milljörðum króna. Innlent 1.11.2005 20:38 « ‹ ›
Skólaskipið Dröfn á hringferð Skólaskipið Dröfn hélt af stað í dag í hringferð sína um landið. Dröfn mun koma við á helstu þéttbýlisstöðum og sigla með nemendur í efstu bekkjum grunnskkóla. Hringferðin mun standa út nóvember og þar gefst nemendum kostur á að kynnast sjávarútveginujm og vinnunni um borð í fiskiskipum. Innlent 2.11.2005 17:02
Skuldabréfaútgáfan ákveðin traustyfirlýsing Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir skuldabréfa útgáfu erlendu bankana í íslenskum krónum ákveðna traustyfirlýsingu við erlendu bankanna en ekki sé þó ljóst hver áhrifin séu. Innlent 2.11.2005 17:42
Vafasamt að draga meira úr framkvæmdum Vafasamt er að draga meira úr framkvæmdum en gert er ráð fyrir í fjárlögum að mati Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Framkvæmdir hér á landi eru ekki nema þrír fimmtu af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að það sé í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum. Innlent 2.11.2005 17:37
Gefa ekki rétta mynd af hagnaðinum Kaupréttarsamningarnir geta orðið til þess að hagnaðartölur gefi ekki rétta mynd af afkomu fyrirtækja þar sem þeir koma ekki fram í bókhaldi. Þarna getur munað tugum prósenta. Innlent 2.11.2005 17:05
Að óbreyttu reynir á uppsagnarákvæði Allar líkur eru á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og aðilar vinnumarkaðarins þurfi að setjast að nýju að samningsborðinu. Innlent 2.11.2005 17:28
Getur vel hugsað sér að verða borgarstjóraefni Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, getur vel hugsað sér að vera borgarstjóraefni í samstarfi við félagshyggjuflokkanna að afloknum kosningum. Innlent 2.11.2005 17:21
Of fjarskipti tryggja sér Kall Og fjarskipti hafa tryggt sér allt hlutafé í færeyska fjarskiptafyrirtækinu Kalli p/f og ræður því yfir öllum hlutum í félaginu. Innlent 2.11.2005 17:16
Tekinn með heimatilbúna sprengju Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt akureyrskan karlmann til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hann var handtekinn með heimatilbúna sprengju og fíkniefni í júlí og var fjórum sinnum stöðvaður undir stýri á bifreið þrátt fyrir að vera búinn að missa leyfið. Innlent 2.11.2005 16:33
Hlutafjáraukning hjá FL Group Hlutafé í FL Group verður aukið um fjörutíu og fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Þar með er talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling flugfélaginu. Viðskiptavakt verður bæði í Landsbankanum og Kaupþingi banka. Innlent 2.11.2005 17:01
Greiða 50 þúsund með hverri bók Ríkið greiðir um fimmtíu þúsund krónur með hverjun eintaki af Sögu stjórnarráðsins. Það er meira en þrefalt hærra verð en kaupendur greiða fyrir bækurnar út úr búð. Innlent 2.11.2005 16:40
Hámarksþyngd farangurs í Ameríkuflugi minnkar Farþegar á leið til og frá Bandaríkjunum verða framvegis að draga úr þyngd farangurs síns frá því sem áður var samkvæmt nýjum reglum sem þegar hafa tekið gildi. Ákveðið hefur verið að minnka hámarksþyngd hverrar tösku úr 32 kílóum í 23. Innlent 2.11.2005 16:48
Jólafrímerki með ilm af jólum Íslandspóstur gefur út tvær frímerkjaraðir á morgun, 3. nóvember. Myndefnin á þeirri fyrri er grágæs og stari en í hinni eru jólafrímerkin í ár. Jólafrímerkin eru sérstök að því leyti að þau eru með greni-, epla- og kanelilm. Innlent 2.11.2005 16:41
Ábyrgðarmaður og ritsjtórn ósammála Vilhjálmur Rafnsson ábyrgðarmaður Læknablaðsins segist ekki ætla að segja af sér ábyrgðarmennsku eins og ritnefnd Læknablaðsins lagði til á fundi síðastliðinn mánudag. Kári Stefánson hefur nú kært Vilhjálm til siðanefndar lækna vegna greinar Jóhanns Tómassonar "Nýi sloppur keisarans" sem birtist í septemberútgáfu Læknablaðsins. Innlent 2.11.2005 16:53
Aðeins þriðjungur félaga tekur þátt Kauphöll Íslands heldur kynningardag fyrir markaðsaðila í London í næstu viku. Aðeins þriðjungur félaga í kauphöllinni tekur þátt í kynningunni. Innlent 2.11.2005 15:28
Loksins samkomulag um nýtingu kolmunnaaflans Strandríki Evrópusambandsins, Ísland, Noregur og Færeyjar, náðu loks samkomulagi um nýtingu kolmunnaaflans á Norðaustur-Atlantshafi eftir sjö ára samningaþóf og fjölda funda. Viðræðurnar voru haldnar í Kaupmannahöfn og fá Íslendingar hátt í 18 prósent í sinn hlut. Innlent 2.11.2005 14:04
Verið að efnagreina sprengiefnið Verið er að efnagreina leifar af sprengiefni úr sprengju sem sprakk undir mannlausum bíl fyrir utan hús í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt með þeim afleiðingum að nærstödd kona meiddist og bíllinn stórskemmdist. Innlent 2.11.2005 13:18
CIA felur meinta hryðjuverkamenn í fangelsum fyrrverandi Sovétlýðvelda Bandaríska leyniþjónustan CIA felur meinta hryðjuverkamenn í leynilegum fangelsum í fyrrverandi Sovétlýðveldum, að sögn Washington Post í dag. Ein flugvél, sem talið er að CIA noti til fangaflutninga, fór frá Reykjavík til Búdapest í Ungverjalandi í síðasta mánuði. Innlent 2.11.2005 12:12
11 milljarða skuldabréfaútgáfa í vikunni Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur orðið ellefu milljörðum króna það sem af er vikunni og samtals á annað hundrað milljörðum. Innlent 2.11.2005 11:56
Dregið af launum fyrir að leggja niður vinnu á kvennafrídaginn Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar um að nokkur fyrirtæki í landinu hafi dregið eða ætli að draga af launum þeirra starfsmanna sem lögðu niður vinnu og gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn í lok október. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að þetta verði kannað betur í dag. Innlent 2.11.2005 10:48
Íslendingar fjórða hamingjusamasta þjóðin Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi ef marka má tölfræði hollensks gagnabanka sem starfræktur hefur verið undanfarin 20 ár. Innlent 1.11.2005 23:10
Og fjarskipti hefja útrás sína í Færeyjum Og fjarskipti eignuðust í gær allan hlut í færeyska fjarksiptafyrirtækinu Kall en fyrir viðskiptin áttu Og fjarkskipti rúmlega áttatíu prósent í fyrirtækinu. Kaupin á Kalli eru fyrsta skref útrásar hjá fyrirtækinu. Innlent 2.11.2005 23:01
Beit stykki úr kjamma kindar Hundur særði kind það alvarlega við Grindavík í gær að aflífa þurfti rolluna en stórt stykki hafði verið bitið úr kjamma dýrsins. Eigandi kindarinnar segir í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindur sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin. Innlent 2.11.2005 07:57
Krónan hækkaði um 1,18% Krónan hækkaði um 1,18 prósent í miklum viðskiptum í gær og hefur þannig unnið upp lækkunina sem varð í síðustu viku. Vísitala krónunnar er nú 101,2 og hefur krónan aðeins einu sinni áður mælst sterkari. Viðskipti innlent 2.11.2005 07:54
Meiddist á fæti þegar sprengja sprakk í Skeifunni Kona sem var á gangi í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt meiddist á fæti þegar öflug sprenging varð undir mannlausum bíl, sem hún var að ganga framhjá, og brot úr sprengjunni þeyttist í hana. Innlent 2.11.2005 07:20
Vill 300 milljónir í hestaíþróttina Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að leggja til við ríkisstjórnina á næstu vikum eða mánuðum að allt að 300 milljónir króna fari til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á landsbyggðinni. Hann vonast til að eitthvað fjármagn fáist strax á næsta ári. Innlent 1.11.2005 18:22
Ritstjórnarmeðlimir hjá Læknablaðinu segja af sér Fimm af sex ritstjórnarfulltrúum í ritstjórn Læknablaðsins sögðu í gær af sér vegna umdeildrar greinar sem birtist í blaðinu um afleysingarströf Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugadeild Landspítalans í sumar. Innlent 1.11.2005 23:06
Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað. Innlent 1.11.2005 22:42
Vilja álver við Húsavík Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsavík, einkum með tilliti til nálægðar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga. Innlent 1.11.2005 22:18
Brennslubúnaður lagfærður Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum. Innlent 1.11.2005 22:21
Kaupþing og Leifsstöð semja Kaupþing Banki hefur samþykkt að lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar til suðurs og endurgerð annarar hæðar hennar. Lánssamningurinn nemur þrem komma þrem milljörðum króna, og er um að ræða framkvæmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvæmda. Áætlað er að þær taki tvö ár og að heildarkostnaðurinn nemi tæpum 5 milljörðum króna. Innlent 1.11.2005 20:38