Innlent

Að óbreyttu reynir á uppsagnarákvæði

MYND/E.Ól

Allar líkur eru á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og aðilar vinnumarkaðarins þurfi að setjast að nýju að mati Grétars Þorsteinssonar, forseta Alþýðusambands Íslands.

Forystumenn ASÍ funduðu með ríkisstjórninni í morgun. Grétar Þorsteinsson segir að bjartsýni þeirra hafi ekki aukist eftir fundinn hafi hún yfir höfuð verið til staðar. Forsenda kjarasaminganna er að verðbólga fylgi verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem er tvö komma fimm prósent en verðbólga núna sé hins vegar fjögur komma fimm prósent.

Grétar segir of fljót að vera með fullyrðingar um að samningunum verði sagt upp það þar sem enn sé tæpur hálfur mánuður eftir. Það sé hins vegar ljóst að eins og staðan er í dag í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina þá sé augljóst að óbreyttu þá mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×