Innlent

Skuldabréfaútgáfan ákveðin traustyfirlýsing

MYND/Vísir

Kommunalbanken í Noregi gaf í gær út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Þetta er í fyrsta skipti sem að erlendur banki gefur út skuldabréf í íslenskum krónum til lengri tíma en þriggja ára.

Flest þeirra skuldabréfa sem gefin hafa verið út af verið út af erlendu bönkunum í íslenskum krónum eru til eins og tveggja ára. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er nú komin yfir hundrað milljarða króna. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir skuldabréfa útgáfu erlendu bankana ákveðna traustyfirlýsingu við erlendu bankanna en ekki sé þó ljóst hver áhrifin séu.

Árni segir að ef að menn séu að fjárfesta til langs tíma þá muni þetta styrkja markaðinn og dýpka. Ef menn eru að gera þetta til stutts tíma geti sveiflurnar orðið meiri. Þetta sé ekki ljóst fyrirfram og fari að einhverju leyti eftir því hvernig hagkerfið þróast hér á landi.

Árni segir skuldabréfaútgáfuna eiga þátt í að halda genginu uppi en hún geti að einhverju leyti haft þau áhrif að vextir lækki og meiri fjármunir verði í umferð innanlands. Það togist því á markmiðið um að draga úr umsvifum með háu gengi og það að meiri fjármunir í umferð geti leitt til aukinnar þennslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×