Innlent

Vafasamt að draga meira úr framkvæmdum

MYND/Vilhelm

Vafasamt er að draga meira úr framkvæmdum en gert er ráð fyrir í fjárlögum að mati Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Framkvæmdir hér á landi eru ekki nema þrír fimmtu af því sem þær voru fyrir tveimur árum. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar telur að það sé í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum.

Tryggvi Þór Herbertsson segir það í höndum ríkisstjórnarinnar að ná verðbólgu niður og hún þurfi meðal annars að fresta framkvæmdum. Ríkisstjórnin þurfi að styðja betur við peningamálastjórnina en á hana sé ofmiklar byrðar lagðar.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir vafasamt að draga algjörlega úr framkvæmdum. Verulega hafi verið dregið úr framkvæmdum og þær séu ekki nema þrír fimmtu miðað við það sem þær voru fyrir tveimur árum. Vafasamt sé að fara með slíkar framkvæmdir í núllið. Fyrirhugaðar skattalækkanir séu tímasettar til að koma fram af mestu krafti þegar fer að draga úr hagvexti og stóriðjuframkvæmdir renna sitt skeið.

Árni segir stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafa tekist að halda út úr hagkerfinu hér á landi hinni almennu erlendu verðbólgu. Hátt gengi og lágt verð á innfluttum vörum geti hins vegar verið þáttur í að auka verðbólguna. Árni segir að nú olíuverð að lækka og það stefnir í meiri stöðugleika í húsnæðiskerfinu og þá væntalega sjáum við fram á minni verðbólgu. Við það verða möguleikar á að lækka vextina en hvenær rétta augnablikið sé er Seðlabankans að ákveða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×