Innlent

Skólaskipið Dröfn á hringferð

MYND/Netið

Skólaskipið Dröfn hélt af stað í dag í hringferð sína um landið. Dröfn mun koma við á helstu þéttbýlisstöðum og sigla með nemendur í efstu bekkjum grunnskkóla. Hringferðin mun standa út nóvember og þar gefst nemendum kostur á að kynnast sjávarútveginujm og vinnunni um borð í fiskiskipum.

Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×