Innlent

Fréttamynd

Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda

Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Tómas kærir úrskurð Héraðsdóms

Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, Sigurður Tómas Magnússon, hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hann sé ekki bær um að fjalla um ákæruliðina átta sem enn eru fyrir dómi í héraði. Sigurður krefst þess einnig að Hæstiréttur taki afstöðu til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja hann í að fjalla um ákærurnar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að hafa erlenda dansara í vinnu hjá sér án tilskilinna leyfa

Eigandi veitingastaðarins Bóhems í Reykjavík var dæmdur til að greiða sekt upp á 180 þúsund krónur í Héraðsdómi í dag, ella sæta tveggja vikna fangelsi, fyrir að hafa þrjá erlenda dansara í vinnu hjá sér, án þess að fyrir lægju tilskilin atvinnuleyfi. Þá hafði hann heldur ekki tilkynnt Útlendingastofnun um að hann hefði konurnar í vinnu hjá sér

Innlent
Fréttamynd

Markar upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum

Íslandsbanki hefur keypt alla hluti í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í fréttatilkynningu að kaupin marki upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum en það hefur verið yfirlýst markmið bankans að fara inn á markaðinn frá því hann keypti Kredittbanken árið 2004 og BN-bank í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll

Stór hluti fiskjar sleppur fram hjá botntrolli eða kremst undir því samkvæmt niðurstöðum í rannsókn sem unnin var við hafrannsóknunarstofnunina í Bergen í Noregi. Ekki hefur verið lagt mat á umfang skaðans en líkur eru á að hann sé verulegur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð

Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Ljósmyndarar semja við ráðuneyti vegna vegabréfa

Ljósmyndarafélag Íslands hefur náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið um að fá áfram að taka myndir fyrir vegabréf, en til stóð að flytja slíka myndatöku alfarið til sýslumannsembættanna. Leyfi ljósmyndaranna er þó háð nokkrum skilyrðum um öryggi myndanna.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og slæmt ferðaveður víða um land

Óveður og slæmt ferðaveður er nú víða á fjallvegum á norðaustur- og Austurlandi. Þá er einnig óveður í Hvalnes- og Þvottárskriðum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálka er einnig víða á Vestfjörðum og á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Laskar starfsemi vikum saman

Hreinsunarbúnaður skemmdist mikið þegar eldur kom upp í Malbikunarstöð Suðurnesja um um hádegisbilið í dag. Eldurinn kviknaði í risastórri ryksugu í hreinsibúnaðinum sem sogar ryk úr því efni sem verið er að þurrka og skilur koltvísýring frá útblæstri áður en honum er hleypt út í andrúmsloftið.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfan líklega yfir 200 milljarða

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum fer væntanlega yfir tvöhundruð milljarða króna markið snemma á næsta ári, segir í Morgunkornum Greiningardeildar Íslandbanka. Þýska ríkið gaf út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir þrjá milljarða króna í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sýslumenn fluttir til í embætti

Sýslumennirnir í Búðardal og á Hólmavík verða fluttir til í embætti um áramót samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Búðardal, verður flutt í embætti sýslumannsins í Vík og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður á Hólmavík, fer í embætti sýslumannsins í Búðardal.

Innlent
Fréttamynd

Jón og Guðrún algengust

Jón og Guðrún eru sem fyrr algengustu nöfn landsmanna. 3,8 prósent karla hétu Jón 1. desember síðastliðinn og 3,6 prósent kvenna Guðrún samkvæmt tölum Hagstofunnar. Jón, Aron og Daníel eru algengustu nöfn sem piltum hafa verið gefin síðustu fjögur árin og Anna, Sara og Katrín algengustu nöfn stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Farmenn vilja frekar fastlaunakerfi

Yfirmenn á fiskiskipum eru orðnir svo óánægðir með kaup og kjör að allt að sjötíu prósent þeirra vilja hrófla við hlutaskiptakerfinu. Þeir neituðu því harðlega í síðustu samningum en á tímum hækkandi gengis krónunnar kjósa þeir greinilega að fá föst mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Bitnar á verði hinna bankanna

Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Jólaþorpið opnað á laugardag

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði opnar klukkan tólf á laugardag en þar hefur verið komið fyrir tuttugu litlum jólahúsum. Tveimur tímum síðar verður svo kveikt á jolatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksberg.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar kjósa um verkfall

Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní.

Innlent
Fréttamynd

ÖBÍ segir vinnureglur Tryggingastofnunar stangast á við lög

Forystumenn Öryrkjabandalagsins hyggjast leita á náðir dómsstóla varðandi skerðingu bóta um áttatíu öryrkja hætti Tryggingastofnun ekki við aðgerðir sínar. Þeir segja nýjar vinnureglur stofnunarinnar stangast á við lög. Engin ástæða sé til þess að grípa til jafn harkalegra innheimtuaðgerða og nú er beitt gagnvart fársjúku fólki.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008

Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Umfjöllun um Baug í Bretlandi

Reuter fréttastofan greindi frá kaupum Baugs á skartgripafyrirtækinu Mappin og Webb. Þar eru reifaðar afleiðingar Baugsmálisins fyrir fyrirtækið. Þar eru taldar upp eignir Baugs í Bretlandi og sagt að Baugur sé nú viðurkennt viskiptaafl þar í landi. Þess er jafnframt getið að vegna Baugsmálsins hafi fyrirtækið þurft að hverfa frá samningum um kaup á Somerfield. Í framhaldinu er sagt að flestum ákærunum hafi verið hafnað af Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki að lögreglan heyri undir Borgarnes

Verkalýðsfélag Akranes leggst gegn hugmyndum um að draga úr vægi lögreglunnar á Akranesi en samkvæmt áformum í dómsmálaráðuneytinu á að fella embættið undir lögregluna í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Slippurinn fer hugsanlega ekki

Það kemur til greina að endurskoða áform borgaryfirvalda um að flytja slippinn úr Reykjavík og hefja byggingu íbúðabyggðar á slippssvæðinu, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á fundi með útvegsmönnum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjaverð lækkar ekki sem skyldi

Samningar ríkisvaldsins við lyfjaframleiðendur og innflytjendur um lækkun lyfjaverðs hefur ekki skilað sér til neytenda að því er fram kemur í könnun Alþýðusambands Íslands. Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hefur hækkað í einhverjum tilfellum þar sem hlutur ríkisins hefur lækkað.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku og hálkublettum

Hálkublettir eru á Hellisheiði samkvæmt Vegagerðinni. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku og víða á Vestfjörðum og á Norðulandi. Hálka og skafrenningur er á Norðausturlandi og hálkublettir á fjallvegum á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist þegar bíll valt í Þrengslunum

Ökumaður slasaðist þegar bíll hans valt á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í gærkvöldi. Hann var fluttur á Slysadeild Landsspítalans, en er ekki í lífshættu. Hann var einn í bílnum og er ekki vitað um tildrög slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Fangar pakka inn jólakortum

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í Fangelsinu á Akureyri hafa unnið að því að pakka inn jólakortum fyrir ABC barnahjálp síðustu daga. Um tímabundið verkefni er að ræða en vinnumöguleikar fyrir fangana eru takmarkaðir í þessum fangelsum sökum aðstöðuleysis.

Innlent