Innlent

Fangar pakka inn jólakortum

Mynd/Vísir

Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í Fangelsinu á Akureyri hafa unnið að því að pakka inn jólakortum fyrir ABC barnahjálp síðustu daga. Um tímabundið verkefni er að ræða en vinnumöguleikar fyrir fangana eru takmarkaðir í þessum fangelsum sökum aðstöðuleysis.

ABC barnahjálp leggur til jólakortin en þau eru ætluð til sölu til styrktar samtökunum fyrir jólin. Fangarnir fá greidd laun fyrir vinnu sína og er það Fangelsismálastofnun ríkisins sem borgar laun þeirra. En hvernig kom þetta samstarf til?

Guðmundur Gíslasom, forstöðumaður Hegningarhússins við Skólavörðustíg, segir að fyrst verkefnið hafi byrjað í Fangelsinu á Akureyri og þar sem það hafi gefið góða raun, var ákveðið að taka um verkefnið í Hegningarhúsinu. Hann segir verkefnið hafa tekist vel og gefið góða raun. Hann segir vinnuaðstöðu vera litla fyrir fanga í Hegningarhúsinu og það takmarki vinnumöguleika fanganna, en það sé einkum þrif og þess háttar störf sem þeiri geti unnið. Fangarnir fá borgað fyrir vinnu sína en Guðmundur segir að þeir séu ekki síður að láta gott af sér leiða enda málefnið gott. Guðmundur útilokar ekki fleiri verkefni sem þessi og segist fagna fleiri verkefnum, svo framarlega sem þau henti þeirri vinnuaðstöðu sem fyrir sé í fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×