
Vann átjánda og nítjánda Íslandsmeistaratitilinn um helgina
Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann sinn átjánda og nítjánda Íslandsmeistaratitil í júdó í Digranesi á laugardag þar sem Íslandsmótið í júdó fór fram.

Pútín missir svarta beltið sitt
Íþróttaheimurinn keppist nú við að loka á Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu. Það hefur líka áhrif á Vladimírs Pútín og svo kölluð íþróttaafrek hans.

Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið
Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum.

Yfir 300 erlendir keppendur í Reykjavík á næstu dögum
Eftir að ekki var hægt að taka á móti erlendum keppendum á Reykjavíkurleikunum í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins er búist við yfir 300 erlendum keppendum í ár.

Mourinho fagnaði fyrstu verðlaunum Portúgals á ÓL vel og innilega
Jorge Fonseca vann fyrstu verðlaun Portúgals á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Fótboltaþjálfarinn þekkti, José Mourinho, fagnaði árangri landa síns vel og innilega.

Þjálfarinn sló hana í andlitið rétt fyrir keppni á Ólympíuleikunum
Þýska júdókonan Martyna Trajdos var langt frá því að keppa um verðlaun í júdókeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en hún var samt á milli tannanna hjá fólki eftir keppnina.

Systkini urðu Ólympíumeistarar með nokkra mínútna millibili
Japönsku systkinin Hafimi og Uta Abe urðu í dag Ólympíumeistarar í júdó á heimavelli í Tókýó. Aðeins nokkrar mínútur liðu á milli þess sem þau tryggðu sér sinn titilinn hvort.

Fyrstu gullverðlaun heimamanna
Naohisa Takato varð í dag fyrsti heimamaðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó þessa dagana. Hann hafði betur gegn Yung Wei Yang frá Taívan í úrslitum í -60 kg flokki í júdó.

Taívanskur drengur sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu látinn
Sjö ára drengur, sem varpað var 27 sinnum í gólfið á júdóæfingu í Taívan í vor, er látinn. Foreldrar hans ákváðu að slökkva á öndunarvél hans, en hann hafði verið í dái í um sjötíu daga.

Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út
Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó.

Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri
Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn.

Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás
Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða.

Langri bið lýkur í Búdapest
Sveinbjörn Jun Iura er eini fulltrúi Íslands á Grand Slam mótinu í Búdapest í Ungverjalandi. Þetta er fyrsta mót Alþjóða júdósambandsins síðan í febrúar, eða síðan kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina.

Íþróttir með snertingu leyfðar á ný
Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn.

Norðurlandamótið átti að fara fram á Íslandi en hefur verið frestað
Norðurlandamótið í júdó átti að fara fram hér á landi í haust en hefur nú verið frestað. Stefnt að því að keppa á næsta ári.

Íslenskur júdókappi kemst ekki á mót vegna kórónuveirunnar
Sveinbjörn Jun Iura átti að keppa í undankeppni fyrir Ólympíuleikanna í Tókýó um helgina en mótinu var aflýst vegna kórónuveirunnar.

Sveinbjörn vann brons í Hong Kong
Sveinbjörn Iura, landsliðsmaður í júdó, náði í bronsverðlaun á sterku heimsbikarmóti í Hong Kong.

Fyrrum heims- og Evrópumeistari náði bara 36 ára aldri
Craig Fallon er fallinn frá en hann var mjög sigursæll júdómaður þegar hann var upp á sitt besta.

Leggur allt í sölurnar til að komast á Ólympíuleikana á heimavelli
Júdókappinn Sveinbjörn Jun Iura stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Gleðitíðindi fyrir Breiðholtið
Aðstæður til íþróttaiðkunar á félagssvæði ÍR munu breytast svo um munar til batnaðar á næstu árum.