Sport

Sveinbjörn vann brons í Hong Kong

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Sveinbjörn Iura, landsliðsmaður í júdó, náði í bronsverðlaun á sterku heimsbikarmóti í Hong Kong.

Sveinbjörn stefnir á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári og færir árangur hans í Hong Kong hann nær því markmiði.

Hann keppir í -81 kg flokki og vann hann Kamon Saithongkaew, Alex Jacobson og Sangjun Lee á leið sinni til bronsverðlaunanna.

Sveinbjörn er í 87. sæti heimslista alþjóða júdósambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.