Sport

Norðurlandamótið átti að fara fram á Íslandi en hefur verið frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinbjörn Iura er hæstur Íslendinga á heimslistanum í júdó.
Sveinbjörn Iura er hæstur Íslendinga á heimslistanum í júdó. Vísir/Klefinn

Norðurlandamótið í júdó hefði átt að fara fram hér á landi í Laugardalshöll dagana 12. og 13. september. Því hefur nú verið frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu júdósambands Íslands. 

Reiknað var með að 300 keppendur kæmu hingað til lands frá hinum Norðurlöndunum. Nú er ljóst að ekkert verður af mótinu sökum kórónufaraldursins. 

Formenn júdósambandanna á Norðurlöndum tóku ákvörðunina í sameiningu. Stefnt er að því að mótið fari fram hér á landi í apríl á næsta ári. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.