Sport

Norðurlandamótið átti að fara fram á Íslandi en hefur verið frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinbjörn Iura er hæstur Íslendinga á heimslistanum í júdó.
Sveinbjörn Iura er hæstur Íslendinga á heimslistanum í júdó. Vísir/Klefinn

Norðurlandamótið í júdó hefði átt að fara fram hér á landi í Laugardalshöll dagana 12. og 13. september. Því hefur nú verið frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu júdósambands Íslands. 

Reiknað var með að 300 keppendur kæmu hingað til lands frá hinum Norðurlöndunum. Nú er ljóst að ekkert verður af mótinu sökum kórónufaraldursins. 

Formenn júdósambandanna á Norðurlöndum tóku ákvörðunina í sameiningu. Stefnt er að því að mótið fari fram hér á landi í apríl á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×