Dómstólar

Fréttamynd

Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir

Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“

"Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla

Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur dómara settur tímabundið

Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til viðbótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbót verða settir tímabundið án auglýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti

"Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi

Mikill sparnaður gæti hlotist af því að nýta sáttamiðlun í fleiri sakamálum en gert er hér á landi. Úrræðið er einungis notað í örfáum slíkum málum árlega. Varahéraðssaksóknari segir sorglegt að sáttamiðlun sé ekki notuð í fleiri málum og formaður Landssambands lögreglumanna segir að mikilvægt sé að auka þekkingu um úrræðið.

Innlent
Fréttamynd

Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg

Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara.

Innlent
Fréttamynd

Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi

Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari segir sáttamiðlun ódýrari kost en að mál veltist um í dómskerfinu. Úrræðið mætti nýta í mun fleiri málum. Á málþingi um sáttamiðlun í dag verður meðal annars fjallað um reynslu Skota.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkir að taka fyrir nauðgunar­mál

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni.

Innlent
Fréttamynd

U-beygja í vinnu­rétti

Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-137/2019 A gegn Leikfélagi Reykjavíkur ses og B vekur upp spurningar.

Skoðun
Fréttamynd

Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum.

Innlent
Fréttamynd

Grundvallarmál um skyldur lögmanna

Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið.

Innlent
Fréttamynd

Undrast tómlæti um Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur enn ekki brugðist við tillögum Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt. Þó að tillagan gæti leyst vanda Landsréttar og sparað ríkissjóði kostnað er hún ekki óumdeild.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar sakar stjórn­völd um að­för að dóms­valdinu

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli.

Innlent
Fréttamynd

Dómari lætur af störfum

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari.

Skoðun
Fréttamynd

MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna

Þrjú mál sem varða meint vanhæfi dómara við Hæstarétt eru komin til efnislegrar meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Málin varða fyrrverandi eigendur eða lykilstarfsmenn allra föllnu bankanna. Dómstóllinn hefur sent fyrirspurnir til stjórnvalda um fjárhagslega hagsmuni sex dómara við Hæstarétt.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum.

Innlent
Fréttamynd

Átta vilja eina stöðu í Hæstarétti

Átta umsækjendur sóttu um eitt embætti dómara við Hæstarétt sem auglýst var laust til umsóknar þann 6. september síðastliðinn. Þar á meðal eru fimm dómarar við Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknarar á hlaupahjólum

Undanfarið hafa starfsmenn embættis héraðssaksóknara sést skjótast á milli staða í miðbænum á forláta rafmagnshlaupahjólum.

Innlent