Réttarríki á tímum Covid-19 Berglind Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 16:31 Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun