Dómstólar

Fjögur sóttu um stöðu dómara við Landsrétt
Fjórir umsækjendur sóttu um embætti dómara við Landsrétt. Starfið er laust vegna leyfis skipaðs landsréttardómara og er skipað í það til og með 28. febrúar 2029.

Réttlæti hins sterka, málskostnaðartrygging og löggeymsla
Í þessari grein ætla ég að fjalla um tvær öflugar lagagildrur Alþingis og dómskerfisins sem eingöngu snúa að þeim sem lenda í dómsmáli og hafa lítið fé milli handanna, það er málskostnaðartryggingu og löggeymslugerð.

Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út
Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar.

Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti
Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Skipuð dómari við Landsrétt
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023.

Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir
Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja.

Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir
Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum.

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu
Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Tvö vilja verða landsréttardómari
Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí.

Átta kjörin í Landsdóm af Alþingi
Fjórar konur og fjórir karlmenn voru kosnir í landsdóm á lokadegi yfirstandandi þingárs. Kynjahlutfall er jafnt bæði í hópi aðalmanna og varamanna. Þau eru kosin til sex ára.

Hæstaréttarlögmaður og saksóknari meðal átta í baráttu um dómarastarf
Lögmenn, lögfræðingar, aðstoðarmenn dómara og saksóknar bítast um tvö laus embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Reynsluboltar og þekktir saksóknarar eru á meðal umsækjenda. Greint er frá umsækjendum á vef dómsmálaráðuneytisins.

Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun.

Íslenskir neytendur geti ekki leitað til íslenskra dómstóla
Formaður Neytendasamtakanna segir sýknun Íslandsbanka í máli sem karlmaður höfðaði með aðkomu samtakanna gegn Íslandsbanka vera gífurleg vonbrigði. Dómnum verði áfrýjað til Landsréttar en hann bindur annars vonir við að Evrópskir dómstólar taki upp hanskann fyrir neytendur.

Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli
Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins.

Ríkið mátti ekki lækka laun dómara
Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari vann í dag mál á hendur íslenska ríkinu, sem hún höfðaði eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Frumvarpið sé viðbragð við stóra kókaínmálinu og sjö vikna banni fjölmiðla
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála sem beinir sjónum að frásögn fjölmiðla af skýrslutökum úr dómsal. Frumvarpið er hugsað sem viðbragð við stóra kókaínmálinu og því ástandi sem skapaðist þegar dómari bannaði fréttaflutning úr dómsal í heilar sjö vikur.

Ásgerður nýr dómari við Landsrétt
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra.

Ásgerður og Kjartan Bjarni metin hæfust
Dómnefnd um hæfni umsækjenda telur héraðsdómarana Ásgerði Ragnarsdóttur og Kjartan Bjarna Björgvinsson hæfust til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Nefndin telur ekki hægt að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja.

Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla
Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum.

Var nær dauða en lífi en árásarmennirnir ganga lausir
Frelsissvipting og pyntingar tveggja manna á þeim þriðja sem ollu óhug í íslensku samfélagi voru ekki vegna skuldar, heldur var um rán að ræða. Mennirnir tveir, sem hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl, þekktu þolandann. Faðir brotaþola segir galið að mennirnir gangi lausir.

Héraðsdómari kærir Margréti fyrir meiðyrði
Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra frettin.is, fyrir meiðyrði. Margrét var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag.

Vilja breyta orðalagi laganna til að tryggja gagnsæi hjá dómstólum
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt til breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála til að skýra lög sem dómstólar hafa undanfarið vísað til þegar þeir hafa takmarkað fréttaflutning úr dómssal. Þingmennirnir segja samfélagið hafa ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum.

Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg
Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu.

Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi
Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins.

Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm
Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun.

Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun
Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum.

Settur ríkissáttasemjari sækir um nýtt starf
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna.

Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti
Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu.