Madeleine McCann

Fréttamynd

Rannsaka líkamsleifar stúlku vegna hvarfs McCann

Líkamsleifar stúlku sem fundust í skjalatösku við ástralskan þjóðveg gefa breskum rannsóknarlögreglumönnum tilefni til að telja að um Madeline McCann kunni að vera ræða, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir 8 árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Vilja handtaka þrjá vegna hvarfs Madeleine

Breska lögreglan hefur sent starfsbræðrum sínum í Portúgal formlega beiðni um að þrír menn verði handteknir í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Madeleine hvarf úr hótelherbergi foreldra sinna á Algarve í Portúgal árið 2007, þá þriggja ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Ótrúleg viðbrögð í kjölfar þáttar um Madeleine

Breskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hvarf ensku telpunnar Madeleine McCann segja að þeir hafi fengið yfir 2400 símtöl og tölvupósta í kjölfar þess að sýndur var þáttur á BBC sem skýrði nákvæmlega frá hvarfi M adeleine.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmargar vísbendingar borist

Bresku lögreglunni hefur borist fjölmargar vísbendingar eftir þátt breska ríkissjónvarpsins í gær, Crimewatch, þar sem fjallað var um hvarf Madeleine McCann í Portúgal árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí

Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan í Portúgal neitar að endurvekja rannsókn

Lögregluyfirvöld í Portúgal neita að endurvekja rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Lundúnalögreglan, Scotland Yard, sagði í gær að nýjar vísbendingar hefðu uppgötvast í málinu og að Maddie gæti mögulega verið á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á að Maddie sé á lífi

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal.

Erlent
Fréttamynd

Breti telur sig hafa fundið Madeleine McCann

Bresk kona á ferðalagi um Norður-Indland telur sig hafa fundið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir fjórum árum. Hún er átta ára gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr stúlkunni sem leiða eiga sannleikann í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Cameron beitir sér í máli Madeleine

Lundúnalögreglan ætlar nú að beita sérþekkingu sinni við að rannsaka hvarfið á Madeleine McCann. Á dögunum voru átta ár liðin frá fæðingu stúlkunnar en hún hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 þá þriggja ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar Madeleine biðla til forsætisráðherra Breta

Foreldrar Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007 og hefur verið leitað síðan, hafa biðlað til Dave Cameron forsætisráðherra Breta að hann fyrirskipi óháða rannsókn á hvarfi hennar. Þá krefjast þau þess að öll gögn í málinu verði gerð opinber.

Erlent