Næturlíf

Fréttamynd

Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september.

Innlent
Fréttamynd

„Annars væri hann dauður“

Rannsókn lögreglu á alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur laugardagskvöldið 29. ágúst er sögð miða vel. Borgarfulltrúi sem varð vitni að ástandinu segir að ógnvænlegt hafi verið að sjá hve margir tóku þátt í átökunum.

Innlent
Fréttamynd

Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti

Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Munu sekta og jafn­vel loka veitinga­stöðum sem virða ekki tilmæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri kvartanir vegna hávaða innandyra en færri utandyra

Hávaðakvörtunum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 4. maí til og með 10. júní hefur fækkað lítillega, samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Kvörtunum vegna hávaða innandyra hefur fjölgað talsvert, en á móti hefur þeim fækkað vegna hávaða utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegasta smithættan á djamminu

Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt.

Innlent