Vinnumarkaður

Fréttamynd

Kvika ræðst í hag­ræðingu og segir upp á annan tug starfs­manna

Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 

Innherji
Fréttamynd

Öflugt kaup­réttar­kerfi laðar að fram­úr­skarandi starfs­krafta

Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Barist um flug­menn á heims­vísu

Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagleg nálgun í stað flausturs

„Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir stjórnarhættir: Úttektarferlið tækifæri til að fá rýni og ábendingar

„Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki fái þessar viðurkenningar. Til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum þarf fyrst að standast ákveðna skoðun úttektaraðila,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um fyrirmyndarfyrirtækin átján sem í vikunni hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu

Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sigurður launa­hæstur innan hags­muna­sam­taka

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir 27 starfs­menn missa vinnuna í hóp­upp­sögn á Ísa­firði

Stjórn hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði og hefur öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins þar verið sagt upp störfum. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé þungbær en byggi á umfangsmikilli endurskipulagningu. Öll framleiðsla verður samþætt á Akranesi.

Viðskipti innlent