Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. mars 2025 07:46 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun