Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. mars 2025 07:46 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla. Laun kvenna eru innan við 80% af launum karla Í nýlegri útgáfu Hagstofu Íslands kemur fram að karlar á íslenskum vinnumarkaði fengu að meðaltali 21,9% hærri tekjur en konur fyrir vinnu sína árið 2023. Þetta er mæling á launum fyrir dag-, vakta- og yfirvinnu og nær til þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði. Launamunurinn eykst með aldri. Hann er hverfandi í yngsta aldurhópnum 16-19 ára en verður áberandi frá og með aldurshópnum 20-24 ára og mestur í eldri aldurshópunum. Kynbundinn launamunur er flókið fyrirbæri en ástæður hans má meðal annars rekja til þess að konur vinna að jafnaði færri stundir en karlar, þær vinna fremur í starfsgreinum sem eru lægra launaðar, þær eru að jafnaði neðar í skipuriti á vinnustöðum og svo hækka laun kvenna minna en laun karla með vaxandi aldri og starfsreynslu. Fyrri greinar okkar, sem við birtum í janúar og febrúar, sýndu hvernig kyn skipta máli þegar kemur að atvinnuþátttöku og hvernig störf kvenna og karla raðast með ólíkum hætti á vinnumarkaðnum. Hér skoðum við hvernig þessi skipting endurspeglast í tölum um launamun. Mynd: Munur á atvinnutekjum karla og kvenna árið 2023 eftir aldri Hér er notast við skilyrt meðaltal, þ.e. byggir á þeim einstaklingum sem hafa tekjur. Er hægt að reikna burt launamuninn? Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt. Skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur. Raunin er sú að konur vinna færri stundir í launavinnu af því að þær vinna fleiri stundir í ólaunaðri vinnu en karlar. Oft er vísað til þriggja ólíkra hugtaka til að lýsa kynbundnum launamun. Við höfum þegar rætt um mun á atvinnutekjum sem er hin raunverulega birtingarmynd launamunarins. Þar að auki eru tvær reiknaðar stærðir sem gjarnan eru notaðar í umræðunni; óleiðréttur launamunur og leiðréttur launamunur. Mynd: Launamunur karla og kvenna eftir ólíkum mælikvörðum 2023 Óleiðréttur launamunur kynjanna var 9,3% árið 2023. Hann er reiknaður með því að leiðrétta fyrir vinnutíma og endurspeglar þannig mun á tímakaupi karla og kvenna. Konur eru því að jafnaði með 91% af launum karla á tímann. Hér er um meðaltöl að ræða og hafa ber í huga að þeim mun fleiri yfirvinnutíma og vaktavinnutíma sem fólk vinnur þeim mun hærra verður tímakaupið að meðaltali. Leiðréttur launamunur er, líkt og sá óleiðrétti, tölfræðilegt hugtak. Með „leiðréttingunni“ eru umfangsmiklar launaupplýsingar auk upplýsinga um m.a. fjölskyldustöðu, bakgrunn, menntunarstig, búsetu og starfsaldur, notaðar til að einangra aðra þætti en kyn sem geta haft áhrif á laun. Mikil vinna hefur farið í að þróa aðferðafræðina að baki mælingum á leiðréttum launamun kynjanna, en vandinn er að í slíkum útreikningum er leiðrétt fyrir þáttum sem eru sjálf rót vandans. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði verr launuð. Með „leiðréttingunni“ eru laun kvenna borin saman við laun karla í sömu störfum svo munur á milli atvinnugreina, starfsgreina og markaða er ekki tekinn til greina. Auðvitað er ekki hægt að reikna burt kynbundinn launamun með tölfræðilíkönum, sem búa til þröngan samanburð. Slík líkön gera ekki grein fyrir menningar- og sögulegum rótum kynbundins launamunar, kerfisbundnu vanmati á virði kvennastarfa og taka ekki tillit til þess að konur eru að jafnaði ólíklegri til að fá framgang í starfi, sinni meirihluta ólaunaðrar vinnu og vinni í meira mæli á opinbera markaðnum þar sem launamyndunarkerfið er ólíkt því á almenna markaðnum. Hvernig eyðum við kynbundnum launamun? Virðismat starfa er besta leiðin til að draga fram og leiðrétta ómeðvitaða hlutdrægni í launasetningu hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Þættir sem einkenna karlastörf eru almennt metnir til hærri launa en þeir þættir sem einkenna kvennastörf af sögulegum, menningarlegum og kerfisbundnum ástæðum. Mörg af hinum hefðbundnu kvennastörfum voru áður unnin inni á heimilunum launalaust og eftir að þau fluttust að mestu út af heimilunum hafa þau verið vanmetin í launum. Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð á ólaunaðri vinnu vegna barna og heimilis. Konur bera þar enn meiri ábyrgð sem er stærsta ástæða þess að fjórðungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði er í hlutastörfum. Það takmarkar bæði framgang þeirra á vinnumarkaði og atvinnutekjur. Grundvallar forsenda þess að jafna fjölskyldu- og heimilisábyrgð karla og kvenna er með jafnri skiptingu fæðingarorlofs, styttingu vinnuvikunnar hjá öllum á vinnumarkaði auk góðs velferðar- og menntakerfis sem styður fjölskyldur. Launamuni kynjanna verður ekki eytt með því að leiðrétta launatölfræði fyrir vinnutíma eða menntunarstigi. Það þarf beinar aðgerðir eins og endurmat á virði kvennastarfa og aukna ábyrgð karla á umönnun barna og fjölskyldu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun