Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum íhuga að koma upp eftirlitsmyndakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina sem sé ekki góð. Ólafur Þór Snorrason hafnarstjóri segir oftast um óviljaverk að ræða þegar olía og grútur fer í hana.

Innlent
Fréttamynd

Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning

Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt hátíðahöld

Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag

Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs

Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina.

Innlent
Fréttamynd

Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar.

Innlent
Fréttamynd

Eyjamenn vonsviknir og saka Björgun um svik

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður oft verri en spáin

Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk.

Innlent
Fréttamynd

1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum

Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn

Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Kallaður Páll Kvísling

Páll Magnússon nafngreinir óhróðursmanninn sem kallar Pál og aðra Eyjamenn kvislínga þegar svo ber undir.

Innlent