Vestmannaeyjar Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. Lífið 4.8.2025 12:02 Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. Innlent 4.8.2025 11:02 „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Innlent 3.8.2025 16:04 Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Innlent 3.8.2025 12:06 Herjólfur siglir í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“. Innlent 3.8.2025 09:37 Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum virðist hafa gengið vel fyrir sig í gærkvöldi eftir að Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti. Var það eftir að slagviðri fór yfir eyjuna í fyrrinótt og olli þar usla. Innlent 3.8.2025 07:34 Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Innlent 2.8.2025 21:00 Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Innlent 2.8.2025 19:02 Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Innlent 2.8.2025 18:02 Herjólfur siglir ekki meira í dag Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn. Innlent 2.8.2025 16:47 Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu. Lífið 2.8.2025 13:53 „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Innlent 2.8.2025 10:03 Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Innlent 2.8.2025 07:36 Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Þjóðhátíðargestum er boðið að koma inn í Herjólfshöllina vegna hvassviðris sem á þó að ganga yfir í nótt. Dagskrá kvöldsins helst óbreytt og enn er fjöldi brekkunni að bíða eftir Stuðlabandið stígi á svið. Innlent 1.8.2025 21:55 Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. Innlent 1.8.2025 13:00 Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Stefnt er á að uppsetningu listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell í Vestmannaeyjum ljúki næsta sumar. Oddviti H-lista telur verkið verða eitt af kennileitum eyjanna en oddviti minnihluta segir það umfangsmeira en greint var frá í upphafi. Innlent 31.7.2025 22:52 „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Rigna mun töluvert á Suður- og Vesturlandi annað kvöld og geta hviður farið yfir 25 metra. Frá laugardagsmorgni batnar veðrið og á Norður- og Austurlandi verður sunnangola og mikil hlýindi. Veður 31.7.2025 18:41 Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir. Innlent 31.7.2025 15:06 Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. Innlent 31.7.2025 11:40 Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Strákarnir í FM95BLÖ, sem hafa verið eitt stærsta atriði Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árum saman, ætla taka sér pásu frá hátíðinni eftir þetta ár. Lífið 30.7.2025 15:10 Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19 „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59 „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg. Innlent 26.7.2025 16:18 Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Lundaveiði er heimiluð í Vestmannaeyjum frá og með 25. júí og mega standa yfir til 15. ágúst. Veiðimenn í Eyjum eru ósammála mati Náttúrufræðistofnunar Suðurlands að ofveiði hafi átt sér stað síðustu ár sem stuðlað hafi að fækkun lundans. Innlent 25.7.2025 20:09 Gylfi Ægisson er látinn Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Innlent 24.7.2025 10:25 „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10 Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. Innlent 18.7.2025 17:41 Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16 Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 4.7.2025 20:16 Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 4.7.2025 13:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 35 ›
Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum. Lífið 4.8.2025 12:02
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. Innlent 4.8.2025 11:02
„Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Fjöldi Þjóðhátíðargesta lenti í því að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudagskvöld. Allir símar seldust upp í kjölfarið hjá raftækjaversluninni Heimaraf. Innlent 3.8.2025 16:04
Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Innlent 3.8.2025 12:06
Herjólfur siglir í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun. Fella þurfti niður síðustu tvær ferðir ferjunnar síðdegis í gær vegna „aðstæðna í höfninni“. Innlent 3.8.2025 09:37
Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum virðist hafa gengið vel fyrir sig í gærkvöldi eftir að Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti. Var það eftir að slagviðri fór yfir eyjuna í fyrrinótt og olli þar usla. Innlent 3.8.2025 07:34
Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Innlent 2.8.2025 21:00
Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Fjölmargir þjóðhátíðargestir sem hugðust gista í tjöldum í nótt í Vestmannaeyjum þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll en þrumuveður, rok og rigning lék skipuleggjendur grátt. Þjóðhátíðargestir sem fréttastofa ræddi við segjast enn blautir eftir gærnóttina og þá eru stígvél uppseld á eyjunni. Innlent 2.8.2025 19:02
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Innlent 2.8.2025 18:02
Herjólfur siglir ekki meira í dag Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn. Innlent 2.8.2025 16:47
Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu. Lífið 2.8.2025 13:53
„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Innlent 2.8.2025 10:03
Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Innlent 2.8.2025 07:36
Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Þjóðhátíðargestum er boðið að koma inn í Herjólfshöllina vegna hvassviðris sem á þó að ganga yfir í nótt. Dagskrá kvöldsins helst óbreytt og enn er fjöldi brekkunni að bíða eftir Stuðlabandið stígi á svið. Innlent 1.8.2025 21:55
Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. Innlent 1.8.2025 13:00
Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Stefnt er á að uppsetningu listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell í Vestmannaeyjum ljúki næsta sumar. Oddviti H-lista telur verkið verða eitt af kennileitum eyjanna en oddviti minnihluta segir það umfangsmeira en greint var frá í upphafi. Innlent 31.7.2025 22:52
„Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Rigna mun töluvert á Suður- og Vesturlandi annað kvöld og geta hviður farið yfir 25 metra. Frá laugardagsmorgni batnar veðrið og á Norður- og Austurlandi verður sunnangola og mikil hlýindi. Veður 31.7.2025 18:41
Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir. Innlent 31.7.2025 15:06
Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir embættið undir allt búið fyrir þjóðhátíð í Eyjum, sem hefst formlega á morgun. Viðbragð hefur verið aukið í öllum deildum lögreglu. Innlent 31.7.2025 11:40
Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Strákarnir í FM95BLÖ, sem hafa verið eitt stærsta atriði Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árum saman, ætla taka sér pásu frá hátíðinni eftir þetta ár. Lífið 30.7.2025 15:10
Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19
„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59
„Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg. Innlent 26.7.2025 16:18
Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Lundaveiði er heimiluð í Vestmannaeyjum frá og með 25. júí og mega standa yfir til 15. ágúst. Veiðimenn í Eyjum eru ósammála mati Náttúrufræðistofnunar Suðurlands að ofveiði hafi átt sér stað síðustu ár sem stuðlað hafi að fækkun lundans. Innlent 25.7.2025 20:09
Gylfi Ægisson er látinn Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi. Innlent 24.7.2025 10:25
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10
Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. Innlent 18.7.2025 17:41
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16
Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 4.7.2025 20:16
Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 4.7.2025 13:45