Vestmannaeyjar

Íris heldur bæjarstjórastólnum
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Fleiri listamenn bætast við dagskrá Þjóðhátíðar
Dagskráin fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í ár er að verða klár. Þjóðhátíðarnefnd kynnti í dag að Aron Can mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal.

Taka raflínu til Eyja úr rekstri vegna hrafnsunga
Landsnet hefur ákveðið að taka Vestmannaeyjalínu 1 úr rekstri næstu vikurnar vegna „óvæntra leigjenda“. Hrafnapar hefur búið sér til laup á endastæðu línunnar við Rimakot.

Lokatölur í Vestmannaeyjum: Meirihlutinn hélt velli
Allt er óbreytt í Vestmannaeyjum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Meirihluti Eyjalistans og Fyrir Heimaey hélt velli í kosningunum, hefur nú fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö.

Góður gærdagur hjá Viðarssonum
Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni.

Átök um hvort byggja eigi í hrauninu
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla ásókn í lóðir og því sé verið að kanna möguleika á að fjarlægja hluta af hrauni við hafnarsvæðið og byggja þar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs segir of marga vankanta á hugmyndinni.

Hörð barátta um meirihlutann í Eyjum
Bæjarstjóri Vestmannaeyja sem hefur starfað með Eyjalistanum síðustu fjögur ár er sátt við samstarfið en gengur óbundin til næstu sveitastjórnarkosninga. Oddviti Sjálfstæðisflokksins er afar ánægður með nýafstaðið prófkjör en ætlar að ráða í bæjarstjóraembættið komist flokkurinn á ný í meirihluta.

Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins
Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land.

Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins
Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug
Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur.

Bríet og Bubbi mæta á langþráða Þjóðhátíð
Það er loksins komið að því að Þjóðhátíð í Eyjum fari fram eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Landslið listamanna er nú þegar á dagskránni og á enn eftir að bætast við í flóruna eftir því sem nær dregur.

Flýgur frá ástarpungunum á Akureyri í leiki með Eyjamönnum
Er hægt að baka brauð og snúða á nóttunni á Akureyri og spila svo handbolta daginn eftir með ÍBV í Vestmannaeyjum? Það er nokkurn veginn það sem Fannar Þór Friðgeirsson gerir nú þegar úrslitakeppnin í Olís-deildinni nálgast suðupunkt.

Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans
Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi.

„Klefaaðstaðan á pari við Wembley“
Það vakti athygli á dögunum þegar ÍBV vígði nýja búningsklefa fyrir knattspyrnuliðin sín við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.

Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar.

Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni.

Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin
Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins.

Skipverjar á Bergeyju lönduðu fimmtíu kílóa þorski
Skipverjar á togaranum Bergey VE veiddu fimmtíu kílóa þorsk á Háfadýpinu nærri Vestmannaeyjum um helgina. Ljóst er að um er að ræða einn stærsta þorsk sem veiðst hefur við Íslandsstendur.

Undirbúningur hafinn fyrir Þjóðhátíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar
Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála.