„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 08:48 Binni í Vinnslustöðinni stingur niður penna um sögu útgerðar í Vestmannaeyjum og sýn sýna á stöðu sjávarútvegs á Vísi í dag. Vísir/Egill Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ Þetta segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, í aðsendri grein á Vísi í morgun. Þar segir hann meðal annars að með sölunni á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE og lokun Leo Seafood verð mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Eyjum. Í greininni rekur Binni jafnframt í stuttu máli sögu Sigurjóns Óskarssonar og fjölskyldu hans sem hættu útgerð og seldu Vinnslustöðinni félögin sín, Ós og Leo Seafood, árið 2022. Saga Sigurjóns og framlag hans til íslensks sjávarútvegs hafi verið farsæl, enda hafi hann aldrei ætlað sér að hætta í útgerð. „Ég fór til Sigurjóns í vor og sagði honum að við myndum setja Þórunni Sveins á söluskrá og útskýrði jafnframt ástæður þess. Síðar hitti ég hann í aðdraganda þess að við sögðum upp öllum starfsmönnum í Leo Seafood. Það væri hraðvirkasta leiðin til að sparnaðar fyrir hækkun veiðigjalda,“ skrifar Binni meðal annars, en það var félag Sigurjóns, Ós ehf. sem lét smíða Þórunni Sveinsdóttur VE á sínum tíma. Sjá einnig: Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Þeir félagar, Binni og Sigurjón, hafi keyrt hring í Eyjum og Sigurjón hafi sagt við þann fyrrnefnda: „Binni, þú verður að láta Vinnslustöðina ganga fyrir. Hún verður að vera í hagnaðarrekstri […] Veistu, Binni, að mér datt aldrei til hugar að ég myndi hætta í útgerð. Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð,“ hafi Sigurjón sagt. Stormur við sjóndeildarhringinn Þá rifjar Binni upp að tengdasonur Sigurjóns og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, Daði Pálsson, hafi svarað því til í sjónvarpsviðtali hjá Ríkisútvarpinu í vor, að ástæðu þess að fjölskyldan hafi hætt í útgerð megi meðal annars rekja til veiðigjalda. Lítið hafi verið eftir í kassanum til að fara í nýjar fjárfestingar og að endingu hafi verið ákveðið að Vinnslustöðin keypti af þeim félagið. Aðalatriðið fyrir fjölskyldunni hafi verið að halda störfunum áfram í Eyjum. Í viðtali við Eyjafréttir í haust hafi Daði einnig sagt að hann hafi ekki lengur trú á rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs. „Ég held því miður að það sé stormur við sjóndeildarhringinn sem að almenningur og ráðmenn þjóðarinnar sjá ekki ennþá,“ hafi Daði sagt við Eyjafréttir. Landeldið sé stærsta uppbygging í Eyjum frá landnámi Binni bendir í framhaldinu á að fjölskylda Sigurjóns hafi yfirgefið sjávarútveginn með þá fjármuni sem hún hafi aflað, sem „margir telja af hinu illa,“ líkt og Binni orðar það. Hins vegar hafi fjölskyldan tekið mikla áhættu með því að leggja féð í landeldisstöðina Laxey og hafi þar með fjárfest „í stærstu uppbyggingu í Eyjum frá landnámi.“ „Ef mér skjátlast ekki þá mun þessi fjárfesting auka landsframleiðslu um 1%. Þessi aukning mun koma allri þjóðinni til góða, en að sjálfsögðu mismikið og eftir mismunandi leiðum. Í krónum talið munu líklega ríkissjóður, bæjarsjóður Vestmanneyja og hluthafar Laxeyjar hagnast mest,“ skrifar Binni. Staðan versnað síðan Sigurjón sagði skilið við útgerð „Einfalda niðurstaðan er sú að eigendur einnar farsælustu og arðsömustu útgerðar og fiskvinnslu landsins sáu ekki lengur framtíð innan sjávarútvegsins vegna hárra veiðigjalda. Síðan hafa áform um tvöföldun þeirra verið lögfest,“ segir ennfremur í niðurlagi greinarinnar. „Við í sjávarútveginum þurfum nú að undirbúa greinina fyrir storminn og brimskaflana eins og Sigurjón gerði í sinni sjósókn hér áður. Þar er hins vegar ekki óútreiknanleg náttúra að verki, heldur misvitrir stjórnarmálamenn, sem telja að þeir auki hagsæld með því að skattleggja allt í drep. Því miður eru litlar líkur á að Sigurjón verði sá sem bjargar í þetta skiptið. Það verðum við að gera í greininni án hans aðstoðar. Í óveðri verður einfaldlega að gera það sem gera þarf. Þar þarf kjark og áræðni og þar duga engin vettlingatök.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þetta segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni, í aðsendri grein á Vísi í morgun. Þar segir hann meðal annars að með sölunni á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE og lokun Leo Seafood verð mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Eyjum. Í greininni rekur Binni jafnframt í stuttu máli sögu Sigurjóns Óskarssonar og fjölskyldu hans sem hættu útgerð og seldu Vinnslustöðinni félögin sín, Ós og Leo Seafood, árið 2022. Saga Sigurjóns og framlag hans til íslensks sjávarútvegs hafi verið farsæl, enda hafi hann aldrei ætlað sér að hætta í útgerð. „Ég fór til Sigurjóns í vor og sagði honum að við myndum setja Þórunni Sveins á söluskrá og útskýrði jafnframt ástæður þess. Síðar hitti ég hann í aðdraganda þess að við sögðum upp öllum starfsmönnum í Leo Seafood. Það væri hraðvirkasta leiðin til að sparnaðar fyrir hækkun veiðigjalda,“ skrifar Binni meðal annars, en það var félag Sigurjóns, Ós ehf. sem lét smíða Þórunni Sveinsdóttur VE á sínum tíma. Sjá einnig: Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Þeir félagar, Binni og Sigurjón, hafi keyrt hring í Eyjum og Sigurjón hafi sagt við þann fyrrnefnda: „Binni, þú verður að láta Vinnslustöðina ganga fyrir. Hún verður að vera í hagnaðarrekstri […] Veistu, Binni, að mér datt aldrei til hugar að ég myndi hætta í útgerð. Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð,“ hafi Sigurjón sagt. Stormur við sjóndeildarhringinn Þá rifjar Binni upp að tengdasonur Sigurjóns og fyrrum framkvæmdastjóri Leo Seafood, Daði Pálsson, hafi svarað því til í sjónvarpsviðtali hjá Ríkisútvarpinu í vor, að ástæðu þess að fjölskyldan hafi hætt í útgerð megi meðal annars rekja til veiðigjalda. Lítið hafi verið eftir í kassanum til að fara í nýjar fjárfestingar og að endingu hafi verið ákveðið að Vinnslustöðin keypti af þeim félagið. Aðalatriðið fyrir fjölskyldunni hafi verið að halda störfunum áfram í Eyjum. Í viðtali við Eyjafréttir í haust hafi Daði einnig sagt að hann hafi ekki lengur trú á rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs. „Ég held því miður að það sé stormur við sjóndeildarhringinn sem að almenningur og ráðmenn þjóðarinnar sjá ekki ennþá,“ hafi Daði sagt við Eyjafréttir. Landeldið sé stærsta uppbygging í Eyjum frá landnámi Binni bendir í framhaldinu á að fjölskylda Sigurjóns hafi yfirgefið sjávarútveginn með þá fjármuni sem hún hafi aflað, sem „margir telja af hinu illa,“ líkt og Binni orðar það. Hins vegar hafi fjölskyldan tekið mikla áhættu með því að leggja féð í landeldisstöðina Laxey og hafi þar með fjárfest „í stærstu uppbyggingu í Eyjum frá landnámi.“ „Ef mér skjátlast ekki þá mun þessi fjárfesting auka landsframleiðslu um 1%. Þessi aukning mun koma allri þjóðinni til góða, en að sjálfsögðu mismikið og eftir mismunandi leiðum. Í krónum talið munu líklega ríkissjóður, bæjarsjóður Vestmanneyja og hluthafar Laxeyjar hagnast mest,“ skrifar Binni. Staðan versnað síðan Sigurjón sagði skilið við útgerð „Einfalda niðurstaðan er sú að eigendur einnar farsælustu og arðsömustu útgerðar og fiskvinnslu landsins sáu ekki lengur framtíð innan sjávarútvegsins vegna hárra veiðigjalda. Síðan hafa áform um tvöföldun þeirra verið lögfest,“ segir ennfremur í niðurlagi greinarinnar. „Við í sjávarútveginum þurfum nú að undirbúa greinina fyrir storminn og brimskaflana eins og Sigurjón gerði í sinni sjósókn hér áður. Þar er hins vegar ekki óútreiknanleg náttúra að verki, heldur misvitrir stjórnarmálamenn, sem telja að þeir auki hagsæld með því að skattleggja allt í drep. Því miður eru litlar líkur á að Sigurjón verði sá sem bjargar í þetta skiptið. Það verðum við að gera í greininni án hans aðstoðar. Í óveðri verður einfaldlega að gera það sem gera þarf. Þar þarf kjark og áræðni og þar duga engin vettlingatök.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira