Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2025 16:57 Ísfélagið hefur tapað milljarði króna það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Ísfélagið í Vestmannaeyjum tapaði milljarði króna á fyrri helmingi ársins, helst vegna veikingar Bandaríkjadals, uppgjörsmynt félagsins. Forstjórinn segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Greinilegt sé að þeir kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar. Í tilkynningu Ísfélagsins til Kauphallar vegna uppgjörsins er haft eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld hafi verið 20,8 milljónir dala. þar af 13,2 milljónir vegna veikingar dollars. Hins vegar hafi bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum hækkað um 12 milljónir dala sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna hafi verið veidd á vetrarvertíðinni, sem hafi einnig haft neikvæð áhrif á reksturinn. Fjárfestingar á tímabilinu hafi verið umtalsverðar og numið 84,1 milljón dala. Á móti hafi Ísfélagið selt eignir fyrir um 16,6 milljónir dala. Fjárfestingarnar hafi verið fjármagnaðar með lántöku en félagið hafi gert lánasamning við hóp banka í byrjun árs 2025. Í maí hafi félagið fengið afhent glæsilegt uppsjávarskip, sem hlaut nafnið Heimaey VE. Eldra skip með sama nafni hafi verið selt til Noregs. Byggð hafi verið frystigeymsla í vetur á Þórshöfn, ásamt því að lokið hafi verið við stækkun fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum. Ennfremur hafi Austur Holding, sem Ísfélagið á 29,3 prósenta hlut í, tekið þátt í hlutafjáraukningu í laxeldisfyrirtækinu Kaldvik. „Félagið er fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi er geta hjá félaginu til að fjárfesta og styrkja rekstur þess til lengri tíma.“ Markaðir góðir Markaðir hafi verið góðir á tímabilinu, verð á þorski og ýsu hafi hækkað mikið milli ára og verð á frosnum makríl- og síldarafurðum hafi haldist hátt. Heildarafli skipa félagsins á fyrri helmingi ársins hafi verið 22.600 tonn samanborið við tæp 25.900 tonn á sama tímabili árið 2024. Framleiddar afurðir hafi verið 13.200 tonn samanborið við 14.700 tonn á sama tímabili í fyrra. „Það hafa verið vonbrigði að sjá þorskkvótann dragast stöðugt saman á milli ára, en hann hefur dregist saman um tæp 4.000 tonn frá upphafi þessa áratugar, og verður á nýju fiskveiðiári, sem hefst nú í september, aðeins rúm 10.000 tonn. Enn og aftur vil ég vekja athygli á og ítreka nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Með bættum hafrannsóknum eykst þekking okkar á lífríki hafsins og með því minnkar öll óvissa. Með því að draga úr óvissu verður hægt að ákveða leyfilegan heildarafla úr einstökum nytjastofnum á nákvæmari og betri hátt.“ Vonandi verði loðnuvertíð á næsta vetri en það sé mikilvægt að loðnustofninn sé sterkur, bæði fyrir þorskinn og aðra stofna sem nýta loðnuna sem fæðu, sem og þá sem veiða loðnu og þá markaði sem treysta á loðnuafurðir frá Íslendingum. Hætta sé á að einhverjir loðnumarkaðir minnki eða hverfi alveg ef ekki veiðist loðna í vetur. Makrílveiðar sumarsins hafi gengið vel. Verð fyrir makríl- og aðrar uppsjávarafurðir hafi verið hátt. Farið í manninn en ekki boltann Loks er haft eftir Stefáni að ástæða sé til að hafa áhyggjur af neikvæðu viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Mikil hækkun veiðigjalds og hvernig staðið var að verki við samningu frumvarpsins um þau og þinglega meðferð þess sýni að þeir sem stjórna landinu kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar, minni getu til fjárfestinga og lægra skattspor til framtíðar. „Þetta viðhorf kom skýrt fram í sjónvarpsviðtali við forsætisráðherra í lok júní þar sem hún sagði að þessi leiðangur snerist um fjórar til fimm fjölskyldur, það er að segja, málið snýst að því er virðist um menn en ekki málefni. Með öðrum orðum er hér verið að fara í manninn en ekki boltann eins og sagt er á íþróttamáli.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins: Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 38,4 m.USD og 75,7 m.USD á fyrstu 6 mánuðum ársins. Tap á rekstri nam 6,1 m.USD á öðrum ársfjórðungi og 9,7 m.USD, fyrstu 6 mánuðina. EBITDA annars ársfjórðungs var 10,3 m.USD eða 26,9%. Á fyrstu 6 mánuðum ársins var EBITDA 17,7 m.USD eða 23,4%. Heildareignir námu 843,5 m.USD í lok júní sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 186,8 m.USD í lok júní sl. Ísfélagið Vestmannaeyjar Uppgjör og ársreikningar Sjávarútvegur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Í tilkynningu Ísfélagsins til Kauphallar vegna uppgjörsins er haft eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld hafi verið 20,8 milljónir dala. þar af 13,2 milljónir vegna veikingar dollars. Hins vegar hafi bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum hækkað um 12 milljónir dala sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna hafi verið veidd á vetrarvertíðinni, sem hafi einnig haft neikvæð áhrif á reksturinn. Fjárfestingar á tímabilinu hafi verið umtalsverðar og numið 84,1 milljón dala. Á móti hafi Ísfélagið selt eignir fyrir um 16,6 milljónir dala. Fjárfestingarnar hafi verið fjármagnaðar með lántöku en félagið hafi gert lánasamning við hóp banka í byrjun árs 2025. Í maí hafi félagið fengið afhent glæsilegt uppsjávarskip, sem hlaut nafnið Heimaey VE. Eldra skip með sama nafni hafi verið selt til Noregs. Byggð hafi verið frystigeymsla í vetur á Þórshöfn, ásamt því að lokið hafi verið við stækkun fiskimjölsverksmiðju félagsins í Vestmannaeyjum. Ennfremur hafi Austur Holding, sem Ísfélagið á 29,3 prósenta hlut í, tekið þátt í hlutafjáraukningu í laxeldisfyrirtækinu Kaldvik. „Félagið er fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi er geta hjá félaginu til að fjárfesta og styrkja rekstur þess til lengri tíma.“ Markaðir góðir Markaðir hafi verið góðir á tímabilinu, verð á þorski og ýsu hafi hækkað mikið milli ára og verð á frosnum makríl- og síldarafurðum hafi haldist hátt. Heildarafli skipa félagsins á fyrri helmingi ársins hafi verið 22.600 tonn samanborið við tæp 25.900 tonn á sama tímabili árið 2024. Framleiddar afurðir hafi verið 13.200 tonn samanborið við 14.700 tonn á sama tímabili í fyrra. „Það hafa verið vonbrigði að sjá þorskkvótann dragast stöðugt saman á milli ára, en hann hefur dregist saman um tæp 4.000 tonn frá upphafi þessa áratugar, og verður á nýju fiskveiðiári, sem hefst nú í september, aðeins rúm 10.000 tonn. Enn og aftur vil ég vekja athygli á og ítreka nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Með bættum hafrannsóknum eykst þekking okkar á lífríki hafsins og með því minnkar öll óvissa. Með því að draga úr óvissu verður hægt að ákveða leyfilegan heildarafla úr einstökum nytjastofnum á nákvæmari og betri hátt.“ Vonandi verði loðnuvertíð á næsta vetri en það sé mikilvægt að loðnustofninn sé sterkur, bæði fyrir þorskinn og aðra stofna sem nýta loðnuna sem fæðu, sem og þá sem veiða loðnu og þá markaði sem treysta á loðnuafurðir frá Íslendingum. Hætta sé á að einhverjir loðnumarkaðir minnki eða hverfi alveg ef ekki veiðist loðna í vetur. Makrílveiðar sumarsins hafi gengið vel. Verð fyrir makríl- og aðrar uppsjávarafurðir hafi verið hátt. Farið í manninn en ekki boltann Loks er haft eftir Stefáni að ástæða sé til að hafa áhyggjur af neikvæðu viðhorfi valdhafanna til sjávarútvegs. Mikil hækkun veiðigjalds og hvernig staðið var að verki við samningu frumvarpsins um þau og þinglega meðferð þess sýni að þeir sem stjórna landinu kæri sig kollótta um verri samkeppnisstöðu greinarinnar, minni getu til fjárfestinga og lægra skattspor til framtíðar. „Þetta viðhorf kom skýrt fram í sjónvarpsviðtali við forsætisráðherra í lok júní þar sem hún sagði að þessi leiðangur snerist um fjórar til fimm fjölskyldur, það er að segja, málið snýst að því er virðist um menn en ekki málefni. Með öðrum orðum er hér verið að fara í manninn en ekki boltann eins og sagt er á íþróttamáli.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins: Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 38,4 m.USD og 75,7 m.USD á fyrstu 6 mánuðum ársins. Tap á rekstri nam 6,1 m.USD á öðrum ársfjórðungi og 9,7 m.USD, fyrstu 6 mánuðina. EBITDA annars ársfjórðungs var 10,3 m.USD eða 26,9%. Á fyrstu 6 mánuðum ársins var EBITDA 17,7 m.USD eða 23,4%. Heildareignir námu 843,5 m.USD í lok júní sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 186,8 m.USD í lok júní sl.
Ísfélagið Vestmannaeyjar Uppgjör og ársreikningar Sjávarútvegur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira