Bensín og olía

Fréttamynd

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð

OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Erlent
Fréttamynd

Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit

Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Skeljungur eykur umsvif sín í lyfsölu

Fjölorkufélagið Skeljungur verður meirihlutaeigandi í apótekakeðjunni Lyfsalanum og Lyfjavali með viðskiptum sem tilkynnt var um í dag. Kaupin eru sögð liður í að minnka vægi eldsneytissölu í rekstri Skeljungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr olíu­akur ógnar lífi 130 þúsund fíla

Tugir þúsunda afrískra fíla eru í hættu vegna áforma um að bora fyrir olíu á svæði sem talið er meðal síðustu ósnertu svæða í álfunni. Ætlunin er að olíuakurinn teygi sig frá Namibíu yfir til Botnsvana, sem myndi koma öllu lífríki, og samfélögum, á svæðinu úr jafnvægi.

Erlent
Fréttamynd

Shell dæmt til að draga hressi­lega úr út­blæstri

Dómstóll í Haag í Hollandi dæmdi í dag hollenska olíurisann Shell til að draga verulega úr útblæstri sínum á gróðurhúsalofttegundum. Shell á samkvæmt dómunum að draga úr útblæstri félagsins um 45 prósent fyrir árið 2030, miðað við útblástur árið 2019.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri velja vist­væn öku­tæki

Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið.

Skoðun
Fréttamynd

Hlíðar­búar vilja smur­brauð í stað smur­olíu

Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrt spaug

Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja.

Skoðun
Fréttamynd

Baulan til leigu

Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta rekstri Qu­iznos á Ís­landi

Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norður­löndin án jarð­efna­elds­neytis

Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað.

Skoðun
Fréttamynd

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“

Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Innlent
Fréttamynd

Hug­rekki og fram­tíðar­sýn

Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt.

Skoðun