Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fjármálaáætlun til næstu fimm ára gerir ráð fyrir að bensíndropinn hækki hraustlega í verði. 
Fjármálaáætlun til næstu fimm ára gerir ráð fyrir að bensíndropinn hækki hraustlega í verði. 

Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra.

En í ljósi þess að uppi eru fjölmargir óvissuþættir sem hafa áhrif á hagþróun og þar af leiðandi framvindu opinberra fjármála er í fjármálaáætlun dregin fram önnur og dekkri sviðsmynd þannig gerir svartsýnasta spáin ráð fyrir tvöföldun á olíuverði á milli ára. Olíuverð muni hækka í 150 dollara á tunnu og að það haldist þannig út spátímann.

Í svartsýnu sviðsmyndinni eru könnuð áhrif þess ef stríðið dregst á langinn og leiðir til enn meiri hækkun á olíuverði og annarrar innfluttrar hrávöru, minni alþjóðlegs hagvaxtar og meiri áhættufælni en samkvæmt grunnspá.

Ljóst er að hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu mun koma illa niður á heimilunum og eru áhrif innrásarstríðsins í Úkraínu þegar farin að gæta á Íslandi, til dæmis í hækkandi olíuverði.

Í upphafi árs 2022 var verð á Brent-hráolíu um 80 dollarar á tunnu en það hækkaði verulega í kjölfar innrásarinnar og var hæst 130 dollarar á tunnu snemma í mars.


Tengdar fréttir

Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram

Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins.

Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum

„Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×