Klinkið

Brynja fer frá Krónunni til Orkunnar

Ritstjórn Innherja skrifar
Brynja er nýorðin markaðsstjóri Orkunnar.
Brynja er nýorðin markaðsstjóri Orkunnar.

Brynja Guðjónsdóttir hóf á dögunum störf sem markaðsstjóri Orkunnar. Hún var áður hjá Krónunni í sambærilegum verkefnum.

Orkan rekur 70 sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti, 2 fyrir vetni og eina metanstöð, verslanir Orkunnar, 10-11 og Extra auk þess sem dótturfélögin Löður, Lyfjaval, Gló og Íslenska Vetnisfélagið tilheyra samstæðunni.

Brynja kemur til Orkunnar frá Krónunni þar sem hún hefur starfað í markaðs og umhverfismálum. Hún er með MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

„Það er frábært að fá Brynju í Orkuliðið. Við erum á fleygiferð að byggja upp fjölbreytt vörumerki sem og dótturfélög Orkunnar með áherslu á að einfalda líf viðskiptavina okkar á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Þekking og reynsla Brynju smellpassar inn í vegferðina okkar.” segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×