Simbabve

Fréttamynd

Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu

Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn

Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort

Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um líf barna í Simbabve

Lífsbarátta almennings í Simbabve er komin á það stig að samtökin Barnaheill – Save the Children óttast um líf barna. Samtökin hvetja framlagsríki og alþjóðasamfélagið til þess að bregðast strax við bágum aðstæðum íbúa Simbabve áður en þær breytast í neyðarástand.

Kynningar
Fréttamynd

Frelsishetjan sem varð kúgari

Robert Mugabe, frelsishetja og síðar harðstjóri Simbabve, lést í gær, 95 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en frá því í apríl hafði hann sótt sér læknisþjónustu í Singapúr vegna veikinda.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri

Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Loka á netið á ný í Simbabve

Stærsta fjarskiptafyrirtæki Simbabve, Econet Wireless, hefur tilkynnt að yfirvöld þar í landi hafi fyrirskipað að tímabundið loka fyrir internetið í landinu.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.