Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda

Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði

Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Horfinn í aðdraganda Ólympíuleika

Ólympíuleikarnir í Tókýó, Japan, hefjast í næstu viku en í gær hvarf einn af þeim lyftingamönnum sem hugðist keppa í ólympískum lyftingum á leikunum, allt að því sporlaust.

Sport
Fréttamynd

Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara

Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Sex ljón afhöfðuð og hrammarnir hirtir

Sex ljónshræ hafa fundist í Queen Elizabeth National Park í Úganda. Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum en búið var að afhöfða þau og fjarlæga hramma þeirra.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.