Sádi-Arabía

F1 verður ekki aflýst þrátt fyrir sprengjuárás
Kappaksturinn í Sádí-Arabíu mun fara fram þrátt fyrir að sprengju var varpað á olíu tanka sem staðsettir eru örfáum kílómetrum frá akstursbrautinni sjálfri.

Hamilton vill sjá breytingar í Sádi-Arabíu
Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, hefur tjáð sig um stöðu mála í Sádi-Arabíu en keppni helgarinnar í F1 mun fara þar fram. Verður það annar kappakstur Formúlunnar í landinu.

Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana neita að ræða við Biden
Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana eru sagðir hafa neitað að eiga samtal við Joe Biden Bandaríkjaforseta á síðustu vikum á sama tíma og Biden og ráðamenn í Evrópu hafa leitað leiða til að draga úr gríðarlegri hækkun olíuverðs.

KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“
Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum.

28.000 konur sóttu um 30 störf í Sádi Arabíu
Tuttugu og átta þúsund konur sóttu um 30 lestarstjórastörf í Sádi Arabíu en aðeins um þrjú ár eru liðin frá því að stjórnvöld heimiluðu konum að aka bifreiðum.

Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins
Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök.

Einn grunaðra í máli Khashoggis handtekinn í París
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.

Unnusta Khashoggi biður Bieber að hætta við tónleika í Sádi-Arabíu
Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði.

Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna að kolefnishlutleysi
Yfirvöld í Sádí-Arabíu tilkynntu að þau hyggjast stefna að kolefnishlutleysi landsins fyrir árið 2060. Ríkið er eitt það umfangsmesta í heimi í olíuframleiðslu.

Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle
Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum.

Newcastle komið í eigu Sádi-Araba
Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár.

Sádi-arabísk yfirtaka að ganga í gegn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu
Átján mánaða arabískt vor virðist loksins að enda hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Eigandinn Mike Ashley er búinn að ná samkomulagi um að selja félagið við mikinn fögnuð stuðningsmanna þess.

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist
Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu.

Auka olíuframleiðslu til að lækka verð
OPEC-ríkin og bandamenn þeirra undir forystu Rússlands hafa ákveðið að auka framleiðslu hráolíu um tvær milljónir tunna á dag fyrir árslok. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn þegar áhrif Covid-19 á hagkerfi heimsins dvína.

Sádi-Arabía vill halda HM 2030 með aðstoð Ítalíu
Sádi-Arabía ætlar að fá Ítalíu með sér í lið og halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2030 saman. Rúmlega 5000 kílómetrar eru á milli landanna en það virðist litlu máli skipta.

Stórtækustu böðlarnir utan Kína í Miðausturlöndum
Fjögur af þeim fimm ríkjum sem tóku flesta af lífi í fyrra eru Miðausturlönd. Saman stóðu Íran, Egyptaland, Írak og Sádi-Arabía fyrir nærri því níu af hverjum tíu aftökum sem vitað er um með vissu í heiminum samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður
Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018.

Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Hringurinn þrengist: Fingraför krónprinsins á vélunum sem fluttu morðingjana
Tvær einkaþotur sem morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi notuðu til að komast aftur til Riyadh voru í eigu félags sem Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, yfirtók aðeins ári áður.