Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:48 Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun