Líbanon

Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna
Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hálfu ári seinna er fátt um svör og rannsókn strand á skeri stjórnmála
Yfirvöld Frakklands gagnrýna ráðamenn í Líbanon harðlega vegna þess að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar hálfu ári eftir að höfnin í Beirút sprakk í loft upp. Rúmlega tvö hundruð manns dóu, rúmlega sex þúsund slösuðust og þúsundir heimila skemmdust.

Forsætisráðherra og fyrrverandi ráðherrar ákærðir vegna sprengingarinnar í Beirút
Dómari sem hefur rannsakað gífurlega stóra og mannskæða sprengingu sem varð í höfn Beirút í Líbanon í ágúst hefur ákært Hassan Diab, fráfarandi forsætisráðherra landsins, og þrjá fyrrverandi ráðherra. Þeir eru allir ákærðir fyrir vanrækslu og að hafa þannig valdið sprengingunni.

Fyrir hvellinn
Á bakvið harmleikinn sem átti sér stað í Beirút í ágúst leynist myrkur, gegnsýrandi harmleikur sem hófst árið 2013 og er útskýringin fyrir því hvernig 2.750 tonn af sprengifimu ammóníumnítrati komust í þessa örlagaríku vöruskemmu á hafnarsvæði borgarinnar.

Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum
Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum.

Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik.

Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði
Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna.

Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa.

Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon
Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút.

Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút
Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug.

Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi
Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna.

UNICEF kallar eftir stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút svo öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár njóti réttinda sinna til menntunar.

Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN
UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins.

Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti.

Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon.

Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.

Einn fundinn sekur um morðið á Hariri
Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005.

Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans.

Rúmlega 16 milljónir söfnuðust fyrir Beirút hjá Rauða krossinum
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir íbúa Beirút vegna sprengingarinnar sem varð þar í síðustu viku er lokið. Rúmlega 16 milljónir söfnuðust og renna til Rauða krossins í Líbanon.

Líbanski herinn fær aukin völd
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd.