Afganistan

Fréttamynd

Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Faldi sprengjuna í gervi­fæti

Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Ísland veitir Afganistan 80 milljóna króna styrk

Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Nánast öll afganska þjóðin býr við sult

UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan

Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu.

Heimsmarkmiðin
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.