Afganistan

Fréttamynd

Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan

Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi

Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta leikstýra Afganistan skotin

Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.