

Kveikt var á hundraðasta upplýsingaskjá Safetravel-verkefnisins við hátíðlega athöfn á Akureyri í gær. Formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar telur að verkefnið hafi skilað sér í færri óhöppum.
Björgunarsveitir af Norðurlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og nærliggjandi bátur eru nú á leið að bát sem strandaði á sjötta tímanum í morgun á Rifstanga, sem er norður af Raufarhöfn.
Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.
Ég hef í dag mikið hugsað til fólksins míns – spilafíkla. Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um "neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn.
Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum.
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki.
Óprúttnir aðilar tóku sig til í gærkvöldi og klipptu á keðju sem lokaði söfnunargámi björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi.
Litlu munaði að flugmaður lítillar flugvélar, sem brotlenti á Skálafellsöxl í september, hefði ekki komist frá flakinu sem varð alelda á örfáum sekúndum. Hann segir ótrúlegt í raun hvað hann slasaðist lítið og kraftaverk að hann sé enn á lífi.
Ferðamenn á ferð um Þórsmörk komust í hann krappan í morgun þegar tilraun til þess að þvera Krossá fór forgörðum. Bíllinn reyndist ekki ráða við ána og staðnæmdist í Krossá miðri.
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti.
Innan við tíu verkefni komu inn á borð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í gær, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa.
Björgunarsveitir voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld.
Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú vegna göngumanns sem var slasaður á Þórólfsfelli í Fljótshlíð á Suðurlandi.
Björgunarsveitir voru kallaðar út um hádegisbil í dag.
Konan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á miðvikudag er komin í leitirnar.
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út til í kvöld til að aðstoða lögreglu við leit.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum.
Konan var á leið upp á Þverfellshorn þegar hún ökklabrotnaði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna tveggja menna sem lentu í vandræðum á kajökum í Stóru-Laxá við Kerlingarfoss.
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í djúpa á.
Aðstoða þurfti þrjá göngumenn seint í gærkvöldi sem höfðu villst af braut í Glerárdal inn af Akureyri.
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir.
Björgunarsveitir auk slökkviliðsmanna frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út í dag vegna vandræða 10 ára gamallar stúlku sem lenti í sjálfheldu í Esjunni.
Í gærkvöld og í nótt voru þrjú björgunarskip frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kölluð út.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ásamt björgunarsveit Árnessýslu og sjúkraflutningaliðs þaðan er á leiðinni upp í Botnssúlur vegna fjórhjólaslyss.
Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi eru nú við Gígjökul en tilkynning barst um klukkan hálf tvö í dag að göngumaður hefði dottið og slasast.
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi.
Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi.
Leitað var að konunni með hjálp björgunarsveita í dag og var meðal annars leitað í Grafarvogi í Reykjavík.