Björgunarsveitir

Fréttamynd

Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“

Innlent
Fréttamynd

Leit að stúlku í Vestur­bæ

Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var eins og það gerist verst“

Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta haust­lægðin skall með krafti á landið

Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­margir ferða­menn fastir í Mý­­vatns­­ör­æfum

Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt.

Innlent
Fréttamynd

„Veður­spáin lítur ekki vel út“

Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna.

Veður
Fréttamynd

Mikið hvassviðri og alls konar foktjón

Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaðan göngu­mann á Esjuna

Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað.

Innlent
Fréttamynd

Brugðust skjótt við neyðarkalli frá fiskibát við Reykjanesbæ

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu í morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Vélarvana skemmtibát rak að landi

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðið opið í dag

Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðið áfram lokað

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu manni úr sjónum við Garð

Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Skellt í lás á morgun

Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til

Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum.

Fréttir