Þriðji orkupakkinn

Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér
Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu.

Þingmenn sakaðir um landráð
Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins.

Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt.

Mál til að rífast um
Í dag verða greidd atkvæði á þingi um orkupakkann. Þar með verður umræðunni um það mál lokið á Alþingi og væntanlega líka í þjóðfélaginu.

Orkupakkamálið snýst ekki um orku
Umræðan um þriðja orkupakkann snýst um það hvort við Íslendingar eigum að kjósa samvinnu – eða einangrunarhyggju.

Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun
Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES

Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið
Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun

Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans
Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra.

Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur.

Tilgangsleysi
Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða.

Betri raforkumarkaður
Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi.

Umræðum um þriðja orkupakkann lokið og atkvæðagreiðsla á mánudag
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þriðji orkupakkinn yrði að öllum líkindum innleiddur á mánudag.

Bein útsending: Síðustu umræður tengdar þriðja orkupakkanum
Umræðum um þriðja orkupakkann verður framhaldið á Alþingi í dag eftir að hafa verið ræddur í um níu klukkustundir í gær og rúmlega 150 í það heila.

Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna.

Hin hliðin á Orkupakka 3
Á meðan æsingarmenn með og á móti Orkupakka 3 keppast við að koma sjónarmiðum sínum að, oft í einhliða umræðum, fá hógværar en rökfastar hugmyndir ekki alltaf að láta ljós sitt skína.

Orkan okkar fundaði með forseta Íslands
Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ásamt nýlegri gögnum um málið.

Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims
Háðsglósur gengu milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins.

Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka
Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna.

Satt og logið um þriðja orkupakkann
Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann.

Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi
Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag.